fbpx
Laugardagur 25.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Ragga nagli – „Suma daga er ferskleikinn á við þriggja daga gamla óundna borðtusku“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þessum fjallar hún í hverju árangurinn er falinn.

Fitutap er aldrei línulegt ferli.
Það er styrktaraukning og vöðvasöfnun ekki heldur.

Suma daga eru 100 kg í réttstöðu eins og að blása á fjöður.
Suma daga eru 50 kg eins og að toga upp sjálfdauðan nashyrning.

Suma daga er ferskleikinn á við þriggja daga gamla óundna borðtusku.
Aðra daga er sinnep í rassinum og við stímum áfram eins og Duracell kanínan.

Líkaminn er ekki stöðugt fyrirbæri. Hann er dýnamískur og undir áhrifum frá fjölmörgum breytum eins og svefn, svefnleysi, vatnsbúskapur, streita, næring hafa áhrif á dagsformið.

Þegar markmiðið er vöðvastækkun eða styrktaraukning eru væntingar um að bæta 2 kg á stöngina í hverri einustu viku ávísun á frústrasjón, reytt hár og tárvotan kodda.
Það myndi þýða sirka 130 kg aukning á stöngina á einu ári. Óraunhæfisverðlaun Nóbels einhver?

Notaðu upphitunarsettin til að kanna hvor sé í heimsókn: Gólftuskan eða batteríisnagdýrið, og aðlagaðu átökin eftir því.
Ekki berja þig niður þó það sé meiriháttar mál bara að bæta klemmunni við þann daginn.

Ókei þú ert myglaðri í þessari viku en síðustu. En hver verður staðan eftir þrjá mánuði. Eftir sex mánuði. Eftir ár?

Og að sama skapi. Horfðu um öxl. Hver var staðan fyrir þremur mánuðum. Fyrir sex mánuðum. Fyrir ári.

Í styrktaraukningu sem og í fitutapi er árangurinn samansafn af pínulitlum skrefum og sigrum.

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Stebbi Hilmars kannar listamannalaun

Stebbi Hilmars kannar listamannalaun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samsæriskenningar umkringja Hatara – Mútugreiðslur, stuldur og skemmdarverk

Samsæriskenningar umkringja Hatara – Mútugreiðslur, stuldur og skemmdarverk