fbpx
Miðvikudagur 09.október 2024
Fókus

FERÐALÖG: 12 góðar leiðir til að sofna í flugi eins og fagmaður

Fókus
Mánudaginn 30. apríl 2018 12:23

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jafnvel þó fólk þrái ekkert heitar þá er það því miður ekki öllum gefið að eiga auðvelt með að sofna í flugi.

Eftirfarandi eru nokkur skotheld ráð sem gott er að fókusa á ef fólk vill sofna í næstu flugferð. Ráðin fengum við frá nokkrum félögum okkar sem gera ekki annað en að fljúga á milli landa og kunna öll helstu trixin sem maður þarf að kunna til að ná að sofna um borð.

Lesið og lærið gott fólk:

Geysp!

1. Fáðu þér kragakodda

Þeir eru ekkert svakalega svalir en algjörlega nauðsynlegir ef þú ætlar að reyna að sofna í vélinni. Best er að verða sér úti um kragakodda sem hægt er að binda eða krækja föstum við handfarangurstöskuna þína. Þá þarftu ekki að vera að vesenast með hann. Kragakoddar geta algjörlega bjargað málunum, sérstaklega ef sætin í vélinni eru ekkert sérstaklega þægileg.

 

2. Drekktu vínglas

Sumir vilja meina að þetta sé ekki mjög skynsamleg leið til að sofna, – en svo eru aðrir sem segja það kjaftæði, sérstaklega ef þú ert þessi flughrædda týpa. Þegar vélin byrjar allt í einu að vagga og hossast og ævin rennur þér fyrir hugskotssjónum með leifturhraði þá getur lítil flaska af rauðvíni gert kraftaverk.

3. Hlustaðu á slökunartónlist

Það gerir þér gott að hlusta á róandi tónlist í flugi, sérstaklega við flugtak. Tónlistin blokkerar líka hávaðann í vélinni sem getur verið stressandi, svo ekki sé minnst á grátandi börn eða háværa farþega sem gera sér enga grein fyrir því að þau eru ekki ein um borð. Vertu bara viss um að vera búin að niðurhala playlistanum

4. Vertu búin að niðurhala uppáhalds sjónvarpsþáttunum þínum á Netflix

Afþreyingin sem er í boði um borð í vélunum er ekki alltaf upp á marga fiska. Passaðu að vera búin að ná í nokkra þætti af uppáhalds sjónvarpsþáttunum þínum af Netflix áður en þú leggur í hann. Þá getur líka verið gott að horfa á eitthvað sem þú hefur séð áður af því það getur hjálpað  þér að sofna.

5. Taktu með alvöru bók

Helst einhverja einfalda, létta og lítið krefjandi bók. Og ekki lesa hana af iPad eða iPhone í Kindle appinu. Vertu frekar með alvöru bók til að fletta í þar sem ljósið frá skjánum virkar örvandi.

 

6. Settu á þig grímu

Augngrímur sem útiloka dagsljósið hjálpa mikið til í flugi. Hvort sem er til að blokkera ljósið sem flæðir inn um glugga vélarinnar eða lesljósið frá sessunauti þínum þá hjálpa grímurnar þér til að slaka á og sofna fyrr.

7. Veldu sæti við glugga

Ef þú hyggst sofa á heimleið þá er mikilvægt að taka frá gluggasæti svo þú getir hallað þér og forðast að hafa sessunautana bröltandi yfir þig þegar þau þurfa að fara á klósettið.

8. Ekki leggja þig áður en þú ferð í flug

Haltu þér vakandi eins lengi og þú getur þannig að þú sért alveg búin á því þegar þú ferð í flugið. Þá verður miklu auðveldara að sofna.

 

9. Klæddu þig í þægileg ferðaföt

Ekki vera í þröngum og óþægilegum fatnaði. Reyndar er gott að vera í háum og þröngum sokkum en allt annað má vera létt og þægilegt svo þú getir látið fara vel um þig í hvaða stellingu sem er.

10. Taktu með þér teppi

Til að vefja um þig í vélinni. Ef þér finnst það vandræðalegt þá gæti ponsjó eða stór lopapeysa þjónað sama tilgangi. Á flestum flugvöllum er hægt að fá nett og þægileg flísteppi sem auðvelt er að vefja upp og koma fyrir í handfarangri. Svo er líka hægt að spara og kaupa þetta með smá fyrirvara á netinu.

11. Íhugaðu að borga aðeins meira fyrir auka rými

Ekki útiloka það að borga aðeins meira fyrir fótarýmið, sérstaklega ef það er langt flug framundan. Þá getur verið algjörlega nauðsynlegt að teygja aðeins úr sér.

 

13. Taktu með eyrnatappa

ALLTAF. Eyrnatappar eru algjörlega nauðsynlegir fyrir öll ferðalög. Ekki bara fyrir flugvélina heldur líka svo þú náir almenninlegum svefni í vélinni. Eyrnatappa er hægt að fá í næsta apóteki og í allskonar verðflokkum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fjárkúgunarmálið súrasta reynslan – „Fékk þessa æfingu að vera útskúfað úr samfélaginu“

Fjárkúgunarmálið súrasta reynslan – „Fékk þessa æfingu að vera útskúfað úr samfélaginu“
Fókus
Í gær

Karlar lýsa reynslunni af Tinder – „Oftast er þetta eins og að draga tennur að tala við þessar stelpur“

Karlar lýsa reynslunni af Tinder – „Oftast er þetta eins og að draga tennur að tala við þessar stelpur“