fbpx
Þriðjudagur 31.janúar 2023
Fastir pennarFókus

Poppsálin: Gerir ástarsorgin okkur klikkuð?

Fókus
Mánudaginn 20. júní 2022 20:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýjasta þætti Poppsálarinnar er fjallað um óendurgoldna ást og af hverju ástarsorg getur verið svona sársaukafull.

Poppsálin er poppmenningarlegt hlaðvarp með sálfræðilegu ívafi. Fjallað er um ýmis sálfræðileg málefni sem tengjast poppmenningu sem og áhugaverðar rannsóknir og pælingar innan sálfræðinnar.

Elva Björk og Sólrún Ósk. MYND/VALLI

Elva Björk Ágústsdóttir sálfræðikennari og Sólrún Ósk Lárusdóttir sálfræðingar hafa lengi haft áhuga á ástinni og skoðað ástina, hrifningu og ástarsorg frá vísindalegu sjónarhorni. Í þættinum velta þær fyrir sér spurningum á borð við:

Af hverju verðum við hálf klikkuð þegar við upplifum ástarsorg?
Af hverju ástarsorgin sé svona sár?
Hvað einkennir óendurgoldna ást?
Er óendurgoldin ást ást eða eitthvað annað?
Hvað gerist þegar við upplifum ástarsorg?

Ímyndaði draumaprinsinn

Í þættinum fjalla þær um það hásæti sem við setjum oft manneskjuna í sem við elskum en elskar okkur ekki til baka. En óendurgoldin ást er oft talin vera sterkasta og heitasta ástin sem við getum upplifað.

Elva og Sólrún setja þó spurningamerki við það hvort óendurgoldin ást og sá sársauki og sú höfnun sem fylgir þeirri tilfinningu geti flokkast sem ást. Þú sérð manneskjuna sem þú elskar í hillingum. Þú ert komin með ímyndaða útgáfu af manneskjunni og ímyndaða útgáfu af lífinu ykkar saman.

Þetta er draumasýn en ekki raunveruleikinn. Það getur verið gríðarlega erfitt fyrir aðra, sem við eigum svo seinna í heilbrigðu og gagnkvæmu ástarsambandi við að toppa þessa draumaútgáfu sem þú hefur af „sambandinu“ sem einkennir óendurgoldna ást.

Er ástin fíkn?

Í þættinum ræða Elva og Sólrún einnig um ástin sem einhvers konar fíkn og fara yfir þá líffræðilegu þætti sem tengja saman fíkn, fráhvörf og ástarsorg. Þegar slitnar upp úr ástarsambandi fara ýmis líffræðileg ferli af stað í líkama okkar og heila.

Rannsóknir benda til þess að ástarsorg sé ekkert ólík líkamlegum sársauka. Flæði og magn ýmissa gleði og vellíðunar boðefna minnkar sem getur valdið svipaðri líðan og einstaklingar í fráhvörfum frá vímuefnum upplifa.

Að lokum segir Sólrún frá sérkennilegu fyrirbæri sem nefnist Erotomania. Um er að ræða sálfræðilegt fyrirbæri sem þar einstaklingur er haldinn þeim ranghugmyndum að annar aðili, oft einhver frægur eða þekktur sé ástfanginn af honum.

Dæmi um þetta er Richard Lopez sem hafði þráhyggju fyrir Björk Guðmundsdóttur söngkonu. Hann trúði því að söngkonan væri ástfangin af honum og að lög og textar hennar væru leynileg skilaboð til hans. Hann gerði hvað sem hann gat til að nálgast Björk og tók sitt eigið lífið árið 1996 eftir að hafa sent sprengju heim til Bjarkar með það að markmiði að drepa hana.

Poppsálin hefur fjallað um mál Richard Lopez og hægt er að nálgast þann þátt á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Hægt er að hlusta á þáttinn um ást og ástarsorg hér:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Marie Kondo hefur gefist upp á að halda hreinu heimili

Marie Kondo hefur gefist upp á að halda hreinu heimili
Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Þingmaður Sjálfstæðisflokks reynir fyrir sér á nýjum vettvangi – „How Do You Like Iceland?

Þingmaður Sjálfstæðisflokks reynir fyrir sér á nýjum vettvangi – „How Do You Like Iceland?
Fókus
Í gær

Blake Lively er Lily – Metsölubók á hvíta tjaldið

Blake Lively er Lily – Metsölubók á hvíta tjaldið
Fókus
Í gær

Sagan að baki ljósmyndinni – Misþyrmingarnar sem þrællinn Peter þurfti að þola fylltu almenning áður óþekktum hryllingi

Sagan að baki ljósmyndinni – Misþyrmingarnar sem þrællinn Peter þurfti að þola fylltu almenning áður óþekktum hryllingi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna Margrét segir takmörk fyrir hversu langt sé hægt að komast á hnefanum – „Það kom fyrir að bæði mamma og pabbi voru veik á sama tíma en ekkert kerfi kom okkur börnunum til hjálpar“

Anna Margrét segir takmörk fyrir hversu langt sé hægt að komast á hnefanum – „Það kom fyrir að bæði mamma og pabbi voru veik á sama tíma en ekkert kerfi kom okkur börnunum til hjálpar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þeir voru gjörspilltir og fordekraðir forréttindapésar sem töldu sig öllum æðri – Ákváðu að fremja hið fullkomna morð sér til skemmtunar

Þeir voru gjörspilltir og fordekraðir forréttindapésar sem töldu sig öllum æðri – Ákváðu að fremja hið fullkomna morð sér til skemmtunar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Komst að leyndarmáli um mág sinn og forðast nú hann eins og heitan eldinn

Komst að leyndarmáli um mág sinn og forðast nú hann eins og heitan eldinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Forsetafrúin setti Bridgehátíð

Forsetafrúin setti Bridgehátíð