fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fastir pennarFókus

Hollywoodleikarinn Armie Hammer og kynferðislegar fantasíur um mannát

Fókus
Föstudaginn 5. febrúar 2021 21:00

Hollywoodleikarinn Armie Hammer virðist hið mesta ómenni. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elva Björk Ágústsdóttir,  sálfræðikennari og umsjónarkona Poppsálarinnar, skrifar:

The Social Network leikarinn Armie Hammer á ekki sjö dagana sæla þessa dagana þar sem hrollvekjandi skilaboð hans til nokkurra kvenna eru farin í dreifingu á netinu.

Umfjöllunin er ekki fyrir viðkvæma.

Skilaboðin benda til þess að Armie Hammer sé mannæta, en hann viðurkennir að hann vilji borða konurnar, grilla rifbein þeirra, reykja þau og borða. Hann segist vera 100% mannæta og sé orðinn smeykur við sjálfan sig.

Málið er það undarlegasta sem hefur komið upp í Hollywood í langan tíma. Til stóð að Hammer myndi leika á móti Jennifer Lopez í myndinni Shotgun Wedding en hann hefur dregið sig frá því verkefni, að eigin sögn vegna óverðskuldaðra árása á netinu.

Poppsálin er nýtt hlaðvarp þar sem Elva Björk, stjórnandi þáttarins, blandar saman poppmenningarlegum málefnum og sálfræði. Í nýjasta þættinum er farið í þetta sérkennilega og óhugnanlega mál Armie Hammers og skoðað hvaða orsakir geta legið bak við hryllilegri hegðun á borð við mannát. Tengil á þáttinn er að finna neðst í greininni.

Skilaboð sem sögð eru frá Armie Hammer

 

Skar upphafsstað sinn á líkama hennar

Fyrrum ástkona Hammers, Paige Lorenze, hefur sagt frá reynslu sinni af sambandinu við hann. Hún segir hann vera mjög sjarmerandi við fyrstu kynni og nái fólki auðveldlega á sitt band. Hún talar um að hann hafi náð að sannfæra hana um að stunda kynlíf sem einkenndist af mikilli hörku og ofbeldi, og að það hræði hana hve mikið hún virtist vera tilbúin að gera fyrir hann.

Í viðtölum sýnir hún hvar Hammer skar upphafsstaf sinn á líkama hennar og á öðrum myndböndum má sjá mar og bletti á líkama hennar eftir ofbeldið. Hún segir að þetta hafi ekki verið ofbeldi í þessum hefðbundna skilningi heldur hafi hann lamið hana, slegið og bitið í kynferðislegum tilgangi.

Leiðir þeirra skildu eftir nokkurra mánaða samband þegar hann var farinn að tala um löngun sína til að borða hana og sagðist geta fundið lækni sem myndi taka úr henni rifbein svo hægt væri að  éta beinið.

Skilaboð sem sögð eru frá Armie Hammer.

Glæpsamleg röskun

Paraphilia, eða óhefðbundið kynlíf, nær yfir mjög fjölbreytta hegðun. Óhefðbundið kynlíf er ekki talið vera geðröskun eða truflun af neinu tagi ef hegðunin skaðar engan.  Ef hegðunin er orðin truflandi, orðin að þráhyggju og farin að valda vandamálum þá er talað um kynfráviksröskun eða paraphilic disorder.  

Kynfráviksraskanir eru raskanir í formi afbrigðilegra kynhvata. Þessar kynhvatir geta verið tiltölulega algengar og hafa margar af þeim í för með sér ánægjubundna hegðun en eru vegna eitrandi áhrifa og skaða á öðrum flokkaðar sem glæpsamlegar.

Þessar raskanir geta falið í sér alls konar fantasíur og kynferðislegar hvatir sem eru orðnar truflandi. Að þrá mannát í kynferðislegum tilgangi kallast vorarephilia og sexual cannibalism. Einstaklingur sem haldinn er vorarephilia örvast kynferðislega við þá hugmynd að borða aðra manneskju. Flestir framkvæma aldrei þessa fantasíu og fá í staðinn útrás fyrir hana á annan máta, til dæmis í gegnum skáldsögur.

Andfélagsleg persónuleikaröskun og siðblinda

Rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar sem eru með vorarephila og framkvæma fantasíur sínar í raunveruleikanum greinast oft með andfélagslega persónuleikaröskun eða einkenni siðblindu.

Samkvæmt frásögnum fyrrum ástkvenna Armie Hammer þá virðist hann ekki skeyta um tilfinningar þeirra, líðan og vilja gagnvart hans hegðun og fantasíum. Hann virðist eiga auðvelt með að ná fólki á sitt band og tæla það til að hegða sér á máta sem það annars myndi aldrei gera.

Í Poppsálinni er farið ítarlega í þetta mál, eðli þess og mögulegar orsakir kynlífsfrávika.

Einnig er fjallað um fjölskyldu Armie Hammer sem er nokkuð þekkt og virðist hafa ansi óhreint mjöl í pokahorninu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar