fbpx
Laugardagur 09.nóvember 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Barátta bak við luktar dyr – sér sig sem bjargvætti Sjálfstæðisflokksins

Eyjan
Laugardaginn 12. október 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fáum dylst að ríkisstjórninni er haldið á lífi í öndunarvél þessa dagana og raunar gildir hið sama um ríkisstjórnarflokkana þrjá. Orðið á götunni er að Bjarna Benediktssyni hafi verið nauðugur einn sá kostur að láta boða þingflokksfund með skömmum fyrirvara í gær. Bjarni hafi metið það svo að hann yrði að ganga úr skugga um að hann hefði öflugan stuðning í þingflokknum við þær ákvarðanir sem hann þarf að taka á næstu dögum.

Orðið á götunni er að ríkur vilji sé til þess í þingflokki sjálfstæðismanna að Sjálfstæðisflokkurinn geri nú það sem hann hefur aldrei áður gert í sögu sinni og sprengi sína eigin ríkisstjórn. Ekki sé einhugur um þetta en viljinn þó ríkur. Innan þingflokksins takist á sjónarmið þeirra sem vilja halda í hefðina og nota að auki þau rök að ómögulegt sé annað en að staða flokksins gagnvart kjósendum batni með lækkandi vöxtum og betri hag almennings.

Undanfarna daga mun þeim sem eru þeirrar skoðunar að ástandið í ríkisstjórninni sé hins vegar orðið svo eitrað og lömunarkennt að allar líkur séu einmitt á því að staða Sjálfstæðisflokksins muni enn versna því lengur sem beðið sé með að kjósa – að stuðningsmenn flokksins fyrirgefi hreinlega ekki frekari stjórnarsetu með Vinstri grænum.

Orðið á götunni er að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hafi sig mest í frammi meðal þeirra sem vilja sprengja stjórnina strax og láta kjósa, helst ekki síðar en 23. nóvember.

Orðið á götunni er að hörðustu stuðningsmenn Áslaugar Örnu um tafarlaus stjórnarslit innan flokksins séu þeir Jón Gunnarsson, Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson, sem gjarnan kalla sig fýlupokafélagið í flokknum. Þeir hafa ekki farið dult með óánægju sína með stjórnarsamstarfið við Vinstri græna.

Orðið á götunni er að Áslaug Arna geri sér grein fyrir því að flokkurinn muni koma illa út úr kosningum hvort sem þær verði í nóvember eða apríl en það sé henni mikið kappsmál að kosið verði eins fljótt og mögulegt er, og alls ekki í vor að loknum landsfundi sem fer fram í febrúar. Hún meti það svo að það henti henni ágætlega að flokkurinn tapi illa í kosningum í nóvember. Þá verði skipt um forystu á landsfundinum í febrúar og hún ætli sér formennskuna. Hennar sýn sé að það falli í hennar hlut að reisa flokkinn úr þeim rústum sem hann er nú í, hún ætli sér að verða bjargvættur Sjálfstæðisflokksins.

Auk fyrrnefnds fýlupokafélags á Áslaug Arna vísan stuðning Morgunblaðsins og eigenda þess en faðir hennar er stjórnarformaður Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins.

Orðið á götunni er að það kunni jafnvel að skýrast strax á þriðjudag hvort Áslaugu Örnu verði að þeirri ósk sinni að kosið verði til Alþingis í nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Nýr leiðtogi breskra íhaldsmanna er kölluð „Frú ekkert kjaftæði“

Nýr leiðtogi breskra íhaldsmanna er kölluð „Frú ekkert kjaftæði“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stuðningsmenn Kamölu Harris í áfalli – Sjáðu myndirnar

Stuðningsmenn Kamölu Harris í áfalli – Sjáðu myndirnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa Trump sigurvegara kosninganna

Lýsa Trump sigurvegara kosninganna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þórðargleði hjá Degi sem sendir Sjálfstæðismönnum tóninn – „Sniðugt“

Þórðargleði hjá Degi sem sendir Sjálfstæðismönnum tóninn – „Sniðugt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni – Tengdadóttirin send til Reykjavíkur í kjördæmarúllettu Framsóknarflokksins

Orðið á götunni – Tengdadóttirin send til Reykjavíkur í kjördæmarúllettu Framsóknarflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir Sósíalista skilda útundan á fundi þar sem auðvaldið ætli að leggja flokkum línurnar – „Ísland er að breytast í verbúð í eigu örfárra auðugra ætta“

Segir Sósíalista skilda útundan á fundi þar sem auðvaldið ætli að leggja flokkum línurnar – „Ísland er að breytast í verbúð í eigu örfárra auðugra ætta“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ásmundur Einar: Meiri skilningur á fjárfestingarþörf í fólki hjá núverandi fjármálaráðherra en þeim fyrrverandi

Ásmundur Einar: Meiri skilningur á fjárfestingarþörf í fólki hjá núverandi fjármálaráðherra en þeim fyrrverandi