fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 13. apríl 2024 08:00

Guðjón Auðunsson, fyrrverandi forstjóri Reita fasteignafélags.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Getur verið að íslenska krónan sé það þjóðhagsvandamál sem skapar háa verðbólgu og háa vexti hér á landi? Reitir fasteignafélag reyndi fyrir sér með erlenda fjármögnun en án árangurs. Guðjón Auðunsson, fyrrverandi forstjóri Reita, segir viðtökurnar erlendis gefa til kynna að enn hafi ekki fennt yfir öll spor úr efnahagshruninu og ákveðið áhættuálag sé á Ísland hjá erlendum fjárfestum. Guðjón er gestur Ólafs Arnarsonar í Markaðnum á Eyjunni.

Markadurinn - Gudjon Audunsson - 2.mp4
play-sharp-fill

Markadurinn - Gudjon Audunsson - 2.mp4

„Kostnaðarverð seldra vara í fasteignum er fjármagn. Þegar fjármagnið er dýrt þá endurspeglast það í verðinu. Í fyrsta lagi ætti það að endurspeglast í leiguverðinu og auðvitað söluverðinu ef eignir eru seldar,“ segir Guðjón.

„Þetta er dálítið sérstakur markaður hérna á Íslandi fyrir margra hluta sakir, og auðvitað er ég kannski meira að tala um atvinnueignamarkaðinn en íbúðamarkaðinn þar sem ég þekki hann bara betur. Þegar menn hugsa um það þá er það auðvitað dálítið skrítið að þegar fasteignafélögin fjármagna sig þá gera þau það yfirleitt með því að gefa út skuldabréf. Þau eru öll í því. Auðvitað geta þau líka farið í bankastofnanir og fengið lánalínur þar, en þau fara mjög mikið út á skuldabréfamarkaðinn,“ segir hann.

„En þessi skuldabréfamarkaður á íslandi er auðvitað mjög grunnur og ekki mjög virkur. Og svo er það þannig að þeir sem kaupa skuldabréfin, sem fasteignafélögin gefa út,  eru að langmestu leyti lífeyrissjóðirnir, sem eru stærstu hluthafarnir í þessum sömu félögum. Þannig að þeir auðvitað bara ráða því hvorum megin þeir taka ávinninginn af því hvar þeir eru staddir í þessu ferli, hvort þeir gera það með álaginu á skuldabréfin eða hvort þeir gera það með því að taka arð út eða með endurkaupum á eigin bréfum, þannig að það er dálítið ójafn leikur, skilurðu hvað ég er að fara – þetta er ekki gagnrýni á lífeyrissjóðina, svona bara er kerfið hjá okkur – en það er auðvitað dálítið ójafn leikur að þessir stóru og sterku aðilar á þessum markaði geti ákveðið það hvorum megin þeir taka sinn ávinning út úr fasteignafélögunum meðan að kannski litlu einkafjárfestarnir eru bara hlutabréfamegin.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Getið þið lækkað fjármagnskostnaðinn með því að bjóða út skuldabréf erlendis?

„Við reyndum fyrir okkur – ég segi alltaf við eins og það séum við enn þá hjá Reitum, það er svo stutt síðan ég labbaði út að þú fyrirgefur, svona er orðfærið bara. Það var reynt fyrir sér með erlenda fjármögnun og það gekk ekki eftir. Premían var bara of há, það borgaði sig ekki. Í mínum huga er það er það þannig enn þá, miðað við þær viðtökur sem við fengum þegar við reyndum að fara og fiska í þessum hyl, að það sé bara enn þá ákveðið áhættuálag hjá erlendum fjárfestum á Ísland. Þannig að það er ekki enn búið að fenna yfir öll spor í því.“

Er það þín tilfinning að það sé Ísland, eða er það gjaldmiðillinn? Nú er náttúrlega íslenska krónan ekki gjaldmiðill sem stendur jafnfætis þessum helstu gjaldmiðlum.

„Fyrir nokkrum dögum þá bað systurdóttir mín sem er í háskólanámi mig um að stinga upp á efni fyrir sig, en hún átti að skrifa 10 síðna ritgerð um eitthvert þjóðhagslegt vandamál. Hún sagði, heyrðu, frændi,  hver eru helstu þjóðhagslega vandamálin á Íslandi? Þetta er frábær spurning að fá. Ég þurfti aðeins að hugsa mig um,“ segir Guðjón.

„Svo bjuggum við til lista og fyrst á listanum var hátt vaxtastig, sem væri þjóðhagslegt vandamál.  Há verðbólga. Það komu upp atriði líka, eins og ósanngjarnt kosningakerfi. Það kom upp atriði eins og það standa of fáir undir verðmætasköpun fyrir heildina, og ég held að þetta sé reyndar grafalvarlegt vandamál á Íslandi, hvað stór hluti þjóðarinnar er ekki í verðmætasköpun, o.s.frv.

Svo fórum við aðeins svona fremst í listann og vorum að tala um háa verðbólgu og háa vexti og þá vorum við einmitt að velta því fyrir okkur, er það ekki afleiðing af einhverju öðru? Getur það verið afleiðing af því að þjóðhagslega vandamálið sem við glímum við er íslenska krónan?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn
Hide picture