fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Kristrún við ríkisstjórnina: Þjóðin gerir kröfu um árangur – gangi ykkur vel

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 11. apríl 2024 18:00

Kristrún segir ríkisstjórnina sjálfa hafa skapað það ástand sem hér er í ríkisfjármálum og með óbreyttri stefnu lagist ekkert.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, og ríkisstjórn hans harðlega í umræðu á Alþingi eftir að hann flutti yfirlýsingu sína á þingi í gær.

Hún sagði kröfu um árangur, sem þessi ríkisstjórn hafi ekki náð og muni ekki ná – nema hún breyti um stefnu. Ekki sé nóg að höfuð ríkisstjórnarinnar fari í forsetaframboð og aðrir ráðherrar fái svo stöðuhækkun, koll af kolli – og þá helst þeir sem hafi gert alvarlegustu afglöpin í sínum fyrri embættum.

„Þetta er sama fólkið – með sömu stefnu – í nýjum stólum. Og hvað hefur breyst í raun, sem skiptir einhverju máli fyrir fólkið í landinu? Ekkert. Ekki neitt. Það hafa engar breytingar verið kynntar sem benda til þess að ríkisstjórnin muni núna skyndilega fara að ná einhverjum árangri í mikilvægustu málaflokkunum, fyrir land og þjóð. Það er bara keyrt áfram á sömu stefnu. Eins og hún hafi gefist okkur eitthvað sérstaklega vel hérna, það sem af er kjörtímabili?“

Hún sagði fráfarandi ríkisstjórn skilja eftir sig háa vexti, mikla verðbólgu og hömlulausan húsnæðismarkað. Ófjármögnuð séu útgjöld upp á 80 milljarða næstu árin, auk ófjármagnaðra útgjalda vegna Grindavíkur. Engin fjármálaáætlun sé til staðar. Samgönguáætlun sitji föst. Framkvæmdastopp sé í orku- og samgöngumálum.

„Já, algjört framkvæmdastopp! Frá ríkisstjórn sem ætlaði að kenna sig við innviði.

Leyfið mér að kynna Stóra núllið frá 2017: Framkvæmdir við 0 ný jarðgöng á Íslandi – 0 nýjar virkjanir yfir 10 MW – og 0 ný virkjanaleyfi í gildi. Hvort sem litið er til virkjana sem nýta vatnsafl, jarðvarma, vind eða aðra orkugjafa.

Þetta er sú staða sem fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig – og sem þessi svokallaða nýja ríkisstjórn fær í arf. Og nú er talað og talað og talað um einhverja stórsókn í orkumálum. En tekið skýrt fram að það sé engin stefnubreyting samt hjá þessari ríkisstjórn – og engar nýjar aðgerðir kynntar. Hvað getur maður sagt?

Og það sama mætti segja í útlendingamálum. Þar sem ríkisstjórnin hefur nú séð um að skapa öll sín stærstu vandamál sjálf – með undanþágum, hringlandahætti og illa unnum lagafrumvörpum. En nú er sagt að sé allt að fara að smella – án stefnubreytingar.

Hvað er þá verið að gefa í skyn? Að fráfarandi forsætisráðherra hafi verið vandamálið? Eða er þetta kannski bara tómt tal hjá ríkisstjórninni – enn einu sinni – til að réttlæta þrásetu sína án árangurs?

Þjóðin gerir kröfu um árangur. Og það kallar á stefnubreytingu.“

Kristrún fór yfir það að þeir mikilvægu málaflokkar sem nýr forsætisráðherra segist setja í forgang, orkumál og útlendingamál, séu málaflokkar sem ríkisstjórnin sjálf hafi ekki staðið sig í stykkinu með. Þá furðaði hún sig á því að forsætisráðherra hefði ekki talað af sama þunga um efnahagsmálin, sem síðasta ríkisstjórn hafi settá hvolf með þeim afleiðingum að stýrivextir séu 9,25 prósent og verðbólgan hafi ekki verið í námunda við markmið Seðlabankans í fjögur ár og þar að auki hækkað í síðustu mælingu.

Síðustu vikurnar hafi hrósað sjálfri sér fyrir að auka útgjöldin án þess að finna nokkra fjármögnun á móti til að vega upp á móti verðbólguáhrifum. Hún sagði verkalýðshreyfinguna og Samtök atvinnulífsins eiga hrós skilið fyrir sitt upplegg í kjarasamningunum en aðkoma ríkisstjórnarinnar verði bara að skoðast sem óábyrg og ókláruð á meðan ekkert hafi komið fram um fjármögnun.

Hún spáði því að kjósendur muni veita ríkisstjórninni verðskuldaða ráðningu sé hugmyndin að velta öllu yfir á næstu ríkisstjórn.

Allt of mikill orka hefur farið í það hver situr í hvaða stól. Fjölgun ráðherra, nýir ráðherratitlar, afsögn og endurkoma, framboð og svo þessi þráseta… En ég held að fólkið í landinu klóri sér bara í kollinum yfir þessu. Það horfir bara á verkefnin og gerir kröfu um árangur. Eins og við í Samfylkingunni.“

Kristrún tíundaði stefnumótun Samfylkingarinnar í helstu málaflokkum, fimm þjóðarmarkmið í heilbrigðis- og öldrunarmálum, og boðaði útspil í atvinnu- og samgöngumálum, sem kynnt verði í næstu viku.

„Við höfum breytt Samfylkingunni, fært okkur nær fólkinu í landinu – og sýnt að við getum markað skýra stefnu og rifið hluti í gang. Vonin er sú að okkur verði treyst til að stjórna eftir næstu kosningar. En þangað til má vona að sitjandi ríkisstjórn fái innblástur til góðra verka.

Það eru gerðar ríkar kröfur til hverrar ríkisstjórnar – um árangur. Gangi ykkur vel.“

Ræðu Kristrúnar í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“