fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Varar Sjálfstæðisflokk og Framsókn við klækjum Vinstri grænna

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 7. janúar 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Arnarson varar leiðtoga Sjálfstæðisflokks og Framsóknar við því að ganga hart fram gegn Svandísi Svavarsdóttur og Vinstri grænum í kjölfar þeirrar niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis að með fyrirvaralausri frestun hvalveiða í sumar hafi Svandísi ekki aðeins skort lagastoð til verksins heldur hafi stjórnsýsla hennar gegnið gegn meðalhófsreglunni svonefndu. Hvort tveggja er mjög alvarlegt, en Ólafur varar við því að VG geti beitt klækjum í málinu.

Í nýjum Dagfarapistli á Hringbraut skrifar hann m.a.:

Á Íslandi gilda margvíslegir lagabálkar sem eiga það sammerkt að íbúum landsins og fyrirtækjum sem hér starfa er uppálagt að fara eftir þessum gildandi lögum. Það á við um alla, háa sem lága, konur og karla, ríka og fátæka, jafnt fólk sem fyrirtæki. Svandís Svavarsdóttir ráðherra lítur hins vegar þannig á að hún þurfi ekki að fara að lögum. Það kom skýrt fram núna þegar Umboðsmaður Alþingis birti úrskurð sinn um að hún hefði brotið lög þegar hún stöðvaði hvalveiðar fyrirvaralaust í fyrrasumar. Svandís hefur áður brotið lög og þá lýsti hún því yfir að ekkert væri athugavert við lögbrot hennar í embætti umhverfisráðherra enda væri einungis um að ræða pólitískan ágreining milli sín og Hæstaréttar. Vitanlega átti hún þá að segja af sér ráðherradómi vegna afbrota sinna en það gerði hún ekki. Og komst upp með það, sat sem fastast á ráðherrastóli sínum á meðan fylgið hrundi áfram af vinstri stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem streittist við að sitja að völdum út kjörtímabilið  lifandi dauð.

Það sama er að gerast núna. Fylgi ríkisstjórnarinnar minnkar frá mánuði til mánaðar. Stjórnin sjálf og ráðherrar hennar eru rúnir trausti. Einungis er beðið eftir staðfestu dánarvottorði enda hangir ríkisstjórnin á bláþræði og gæti sprungið hvaða dag sem er úr þessu. Líklegra er þó að ráðherrar stjórnarinnar reyni að treina sér valdasetuna í nokkra mánuði til viðbótar því að flestir þeirra gera sér ljóst að langt mun líða þar til þeir komast aftur að kjötkötlunum að kosningum loknum. Flestir þeirra munu aldrei eiga afturkvæmt að ríkisstjórnarborðinu.“

Ólafur skrifar að ekki hafi þurft löglærða menn til að sjá að Svandís braut lög, reglur, hefðir og það sem kallað er meðalhófsregla í opinberri stjórnsýslu. „Hún þverbraut þetta allt í frekjukasti á síðastliðnu sumri með fullum stuðningi og vitneskju Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna. Með framkomu sinni uppskar Svandís mikla reiði forystumanna samstarfsflokkanna í ríkisstjórninni og vitanlega einnig þeirra sem urðu fyrir barðinu á framkomu hennar. Talið er að stjórnin hefði getað sprungið vegna þessa máls síðastliðið sumar. En það gerðist ekki. Sjálfstæðismenn og Framsókn létu þetta yfir sig ganga og fylgið hélt áfram að reitast af ríkisstjórnarflokkunum, ekki síst Vinstri grænum sem mælast með 5-6 prósenta stuðning og eru við það að falla út af Alþingi ef niðurstaða kosninga verður í samræmi við allar skoðanakannanir sem gerðar hafa verið hér á landi síðustu 12 mánuði.“

Hann segir stöðuna snúna pólitísk. Ef Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn krefjist brottrekstrar Svandísar úr ríkisstjórninni vegna þessa máls muni þær stöllur Katrín og Svandís snúa málinu upp í samúð með lögbrjótnum vegna þess að hér sé um dýraverndunarmál að ræða sem lögð séu á vogarskálar gegn græðgi og yfirgangi Hvals hf. og Kristjáns Loftssonar sem njóti lítillar samúðar meðal kjósenda.

Þær muni reyna að nýta sér þetta mál til að lyfta flokki sínum upp af grafarbakkanum sem þær hafi smám saman komið honum á.

Ólafur ráðleggur samstarfsflokkum VG í ríkisstjórn að finna sér eitthvert annað stjórnarslitamál en hvalamálið, af nógu sé að taka í þeim efnum – stærri málum en hvalamálið.

Dagfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn