fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Trump dreginn sundur og saman í háði eftir „stórfréttina“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. desember 2022 06:08

Eitt af kortunum. Mynd:CollecttrumpCards

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, hefur verið dreginn sundur og saman í háði síðustu klukkustundir eftir að hann færði bandarísku þjóðinni „stórfrétt“. Hann boðaði þessa „stórfrétt“ í myndbandi sem hann birti á Truth Social, sem er samfélagsmiðillinn í eigu Trump, á miðvikudaginn.

Í gær var svo komið að því að hann kæmi með þessa „stórfrétt“. Margir biðu eflaust spenntir, þá sérstaklega einarðir stuðningsmenn Trump, eftir fréttinni og vafalaust hafa margir talið að nú myndi hann varpa einhverri pólitískri sprengju.

En miðað við viðbrögð fjölmiðla og almennings þá er óhætt að segja að „stórfrétt“ Trump hafi nú ekki þótt ýkja merkileg.

Hver vill kaupa kort af Trump fyrir 99 dollara? Mynd:CollecttrumpCards

 

 

 

 

 

Í myndbandi, sem Trump birti í gær, kemur fram að þetta snúist allt um ofurhetjukort sem hann er að gefa út. Það kemur væntanlega ekki á óvart að kortin snúast um hann og að hann er myndefnið á kortunum enda erfitt að finna fólk sem er ánægðra með sjálft sig.

„Þú skalt verða þér úti um kortin núna,“ segir Trump í myndbandinu.

„Takmarkað upplag af kortum með frábærum teikningum af lífi mínu og ferli,“ segir hann og lofar væntanlegum kaupendum spennandi kortum.

Er þetta jólagjöfin í ár? Mynd:CollecttrumpCards

 

 

 

 

 

Kortin kosta 99 dollara stykkið og verða því væntanlega drjúg tekjulind ef fólk er reiðubúið til að kaupa þau.

„Þetta getur verið hin fullkomna jólagjöf,“ segir Trump í myndbandi á vefsíðunni CollecttrumpCards sem er vefsíða kortanna.

Ginger Gibson, ritstjóri NBC í Washington, skrifaði: „Hin stóra tilkynning Donald Trump virðist vera að hann heldur enn að fólk vilji gefa honum 99 dollara þegar hann biður um það.“ The Guardian skýrir frá þessu.

Er þetta jólagjöfin handa tengdó þetta árið? Mynd:CollecttrumpCards

 

 

 

 

 

John Kiriakou, rithöfundur, tjáði sig um málið á Twitter og sagði: „Einmitt þegar þú hélst að hann gæti ekki niðurlægt sjálfan sig meira.“

„Þetta er á allan hátt móðursýkislega heimskulegra en ég átti von á,“ skrifaði einn Twitternotandi.

Í myndbandinu segir Trump að allir sem kaupa 45 eða fleiri „Trump Digital Trading Cards“ (það er nafnið á kortunum) fái miða í svokallaðan galakvöldverð með Trump í Flórída.

Á vefsíðunni, CollecttrumpCards, eru síðan leikir með verðlaunum á borð við fund með Trump, 10 mínútna Zoomfundi með honum, og klukkustund í golfi á Trump Golf Palm Beach.

Skyldi þetta slá í gegn? Mynd:CollecttrumpCards

 

 

 

 

 

Variet segir að Trump vonist til að geta fengið enn meiri peninga með því að selja kort sem sýna hann í sjaldgæfum fantasíuaðstæðum.

Margir bandarískir fjölmiðlar telja einsýnt að Trump setji þessi kort á markaðinn því hann sé fjárþurfi.

Á vef CollecttrumpCards kemur fram að fyrsta upplag kortanna sé 45.000 stykki og ef hvert þeirra selst á 99 dollara þá er nú um ansi góða upphæð að ræða sem Trump fær í vasann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2