fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Vilhjálmur ómyrkur í máli um „glæpalánin“ – Hækkun sem „nemur tæpum 400 þúsundum í hverjum mánuði!“

Eyjan
Þriðjudaginn 30. ágúst 2022 13:55

Vilhjálmur Birgisson Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, er mikill andstæðingur verðtryggðra lána og þykir ljóst að almenningur sé þvingaður í töku slíkra lána og ef stjórnvöld væru virkilega að reyna að verja þegna sína ættu þau að banna lánaformið.

Hann ritar þetta á Facebook í tilefni fregna af því að fleiri séu farnir að taka verðtryggð lán nú heldur en undanfarin ár.

„Það hefur löngum verið vitað að fjármálakerfinu hugnast ekki að fólk sé að taka óverðtryggð húsnæðislán enda er öll áhættan sett á herðar lántakans þegar um verðtryggð lán er að ræða og það vilja bankarnir,“ segir Vilhjálmur. Hann segir almenning hafa ekkert val.

„Hann er þvingaður inn í þetta lánaform. Verðtryggð lán eru glæpalán sem gera ekkert annað en að hækka og það fyrstu 25 árin frá því að þau eru tekin og því ber stjórnvöldum að verja þegna sína með því að banna þetta lánaform.“

Hveri í siðmenntuðum löndum tíðkist að leggja álíka byrðar á fólk sem er að koma sér upp heimili. Vilhjálmur tekur dæmi um hvernig verðtryggð lán hafi þróast á undanförnu ári.

„Heimili sem tók 50 milljóna verðtryggt húsnæðislán fyrir ári hefur þurft að þola að höfuðstóll lánsins hefur hækkað um tæpar 5 milljónir á 12 mánuðum eða sem nemur tæpum 400 þúsundum í hverjum mánuði!“

Vilhjálmur bendir á að stýrivextir Seðlabankans virki afar illa á verðtryggð lán, þetta viti allir sem vilja en engu að síður hafi fjármálastofnanir heimild til að lána almenningi með verðtryggingu.

Tilefni skrifa Vilhjálms var frétt RÚV frá því í morgun er rætt var við Unu Jónsdóttur, forstöðumann Hagfræðideildar Landsbankans. Hún sagði að aftur sé farið að færast í auka að fólk sé að taka verðtryggði íbúðalán þar sem greiðslubyrði slíkra lána sé lægri og henti því vel í aðstæðum dagsins eftir miklar hækkanir á húsnæðisverði.

Verðbólgan er í dag 9,7 prósent og hafa spár gefið til kynna að hún eigi enn eftir að hækka og ná jafnvel upp í 11 prósent fyrir áramót. Þetta þýði að höfuðstóll verðtryggðra lána hækki mikið á skömmum tíma.

Hins vegar var í sömu frétt greint frá því að lántökum hafi fækkað verulega á árinu miðað við sama tíma í fyrra þrátt fyrir að engar vísbendingar séu um að húsnæðismarkaðurinn sé hafi kólnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2