fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Sólveig Anna hjólar í Dag og ofurlaunin – „Vitlausari hugmyndir hafa sannarlega verið settar fram“

Eyjan
Sunnudaginn 21. ágúst 2022 14:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, veltir því fyrir sér hvernig Dagur B. Eggertsson geti þegið rúmar þrjár milljónir í mánaðarlaun á meðan hann sé að bregðast borgarbúum með því að tryggja ekki grunnþjónustu á borð við leikskólavist fyrir börn eftir að fæðingarorlofi foreldra lýkur. Stingur hún upp á því að Dagur taki á sig launalækkun þar til að úr málum greiðist. Þetta kemur fram í pistli sem hún birtir á Facebook.

„Sá sem stýrir þessu borgarverkefni er kominn með meira en þrjár milljónir í laun á mánuði. Samt hafa hann eða félagar hans í meirihlutanum ekki einu sinni ráðið við að tryggja að grundvallar-þjónustan sé í lagi.“

Borgin greiddi ekki krónu

Sólveig Anna rekur hvernig samninganefnd Eflingar hafi mætt skilningsleysi hjá borginni í seinustu kjarasamningsviðræðum, sérstaklega þegar Efling vildi taka til umræðu starfsaðstæður á leikskólum borgarinnar, sem og á öðrum starfsstöðvum Eflingarfélaga í borginni. Það hafi viljað ræða um sérstakar álagsgreiðslur til starfsmanna leikskóla vegna þeirrar ábyrgðar og álags sem felst í starfinu í ljósi til dæmis manneklu og hárrar veikindatíðni.

„Áhugi Reykjavíkurborgar á því að borga ómissandi starfsfólki sínu álagsgreiðslur er svo lítill að ekki einu sinni Covid-faraldurinn gat orðið til þess að opna á þennan möguleika. Borgin greiddi ekki krónu í álags-greiðslur til þess magnaða hóps sem stóð vaktina í gegnum faraldurinn, fólksins sem gat aldrei unnið heima, þurfti að færa fórnir í sínu persónulega lífi vegna hættulegra vinnuaðstæðna, óttaðist um heilsu sína en mætti samt til vinnu til að annast börn samborgara sinna og aldrað fólk sem býr í þessari borg.“

Vildu ekki hlusta á raddir reynslunnar

Sólveig segir að Dagur og félagar hans hafi ekki viljað hlusta á samninganefnd Eflingar sem var að miðla af reynslu félagsmanna sinna.

„Hann og félagar hans vildu ekki hlusta á raddir reynslunnar í viðræðunum við okkur Eflingar-fólk. Þau vildu ekki heyra lýsingar okkar á aðstæðunum inn á vinnustöðum okkar, vildu ekki heyra að álagið var óboðlegt og að það, ekki síður en launin, gerði að verkum að frábært og faglegt fólk gafst á endanum upp og hvarf til annara starfa.“

Á sama tíma og Efling hafi mætt skilningsleysi hafi ráðamenn borgarinnar verið að lofa foreldrum upp í ermina á sér.

„Á meðan við vorum að reyna að fá borgina til að hlusta á okkur var borgin að lofa foreldrum einhverju sem aldrei var að fara að rætast.

Gylliboð um að kerfi sem öll sem vita sínu viti sjá að er löngu komið yfir þolmörk gæti bara haldið áfram að taka við börnum, að vinnuaflið myndi bara hlaupa hraðar, hugga fleiri, syngja hærra, lesa meira, föndra flottar og að það væri ekkert nema sjálfsagt að segja einni konu að skipta á 18 börnum á einum klukkutíma. Allt á niðursettu verði fyrir notendur vegna þess að til væri óþverrandi uppspretta af ódýru vinnuafli til að arðræna.“

Kannski ætti að lækka laun borgarstjóra

Sólveig veltir því fyrir sér hvort fólki finnist þetta í lagi. Hvort því finnist eðlilegt að borgarstjóri sé á ofurlaunum þrátt fyrir að vera ekki að tryggja mikilvæga innviði, og á sama tíma og hann sé ekki tilbúinn að greiða leikskólastarfsmönnum „eina álags-krónu“ fyrir að ganga á heilsu sína í þjónustu við borgarbúa.

„Kannski finnst fólki allt í lagi á greiða stjóranum á toppnum meira en þrjár milljónir á mánuði, þrátt fyrir að hann geti ekki séð til þess að mikilvægasti innviðurinn standi undir sjálfum sér.

Kannski finnst fólki í lagi að á sama tíma fái manneskjurnar sem með þrautseigju sinni halda kerfinu gangandi ekki einu sinni eina auka álags- krónu fyrir að ganga stöðugt á heilsu sína í þjónustu við borgarana. Ég vona samt ekki.“

Sólveig segist vona að landsmenn skilji og sjái að velferðarkerfin í landinu, þá einkum umönnunarkerfin, glími við djúpan kerfislægan vanda

„Og að til að laga þennan vanda munu engin orða-salöt eða plástrar duga. Nei, það þarf pólitískan vilja og alvöru fjármagn til að gera umönnunarkerfin okkar að því sem þau eiga að vera: Fyrsta flokks viðkomustað fyrir öll þau sem þar dvelja.

Kannski ætti að lækka laun borgar-stjóranna þangað til það tekst? Og borga þeim svo álagsgreiðslu ef að þeir standa sig í stykkinu? Vitlausari hugmyndir hafa sannarlega verið settar fram og framkvæmdar. Eins og að reka umönnunarkerfi endalaust á innihaldslausum loforðum og ofur-arðráni á ómissandi fólki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega