fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Blása til nýrra aðgerða í leikskólamálum – Meirihlutinn samþykkti að taka tillögur Sjálfstæðismanna til meðferðar

Eyjan
Fimmtudaginn 18. ágúst 2022 13:49

Leikskóli - Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarráð samþykkti í dag að flýta móttöku nýrra barna í Ævintýraborg á Nauthólsvegi til fyrri hluta september og fjölgun úrræða sem koma til framkvæmda í haust. Jafnframt samþykkti ráðið fjórar aðrar tillögur sem miða að því að leysa vanda fjölskyldna með börn sem bíða eftir leikskólaplássum í borginni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en þar eru birtar þær aðgerðir sem ráðist verður í og áætlað er að skili 553 nýjum plássum.

1. Opnun Ævintýraborgar á Nauthólsvegi verði flýtt til fyrri hluta september
Ævintýraborg við Nauthólsveg verður opnuð í fyrri hluta september. Lögð verður áhersla á fjölbreytta útiveru barna í Öskjuhlíðinni, Nauthólsvík og næsta nágrenni meðan unnið verður að frágangi útileiksvæðis við skólann sem stefnt er á að verði tilbúið fyrri hluta október næstkomandi. Leikskólinn getur tekið á móti 100 börnum.

2. Laust húsnæði borgarinnar verði nýtt til að taka við nýjum börnum í haust
Laust húsnæði í eigu borgarinnar verður nýtt til að taka á móti fleiri börnum í leikskóla á þessu hausti. Hafin er könnun á því hvort hægt er að nýta Korpuskóla undir leikskólastarf, sem tímabundinn valkost fyrir börn sem ekki hafa leikskólapláss í dag. Sömuleiðis er lagt til að opnaðar verði tvær deildir til viðbótar í leikskólanum Bakka í Staðarhverfi. Stefnt er að því að fjölga plássum um 160-200 með þessum ráðstöfunum. Þá er lagt til að skoðað verði hvort hægt er að nýta húsnæði frístundaheimila og annað húsnæði á vegum borgarinnar og samstarfsaðila tímabundið undir leikskólastarf. Þessi úrræði eru með fyrirvara um áhuga foreldra á að þiggja pláss sem standa til boða og fyrirvara um mönnun.

3. Nýr leikskóli í Fossvogi
Samþykkt var að Reykjavíkurborg nýti forkaupsrétt sinn með kaupum á lóð sem staðsett er í Fossvogsdalnum, við hlið Ræktunarstöðvar Reykjavíkur. Óskað verður eftir skipulagsbreytingum fyrir lóðina og ef hún verður samþykkt þá verði sett upp Ævintýraborg fyrir 100 börn á lóðinni. Stefnt að því að nýr leikskóli í Fossvogi sem tekið geti á móti a.m.k. 100 börnum verði tilbúinn til notkunar á næsta ári.

4. Stækkun Steinahlíðar
Leikskólinn Steinahlíð er einn af elstu leikskólum borgarinnar og rúmar 55 börn í dag. Samþykkt var að Reykjavíkurborg tæki upp viðræður við Barnavinafélagið Sumargjöf sem á húsnæði og lóð leikskólans um að leikskólinn verði stækkaður, tímabundið og/eða varanlega. Vilji beggja aðila til könnunar á stækkun leikskólans var ávarpaður í samkomulagi um hugsanlegar breytingar á lóðamörkum Steinahlíðar vegna Borgarlínu sem kynnt var og samþykkt í borgarráði 18. júní sl.

5. Hækkun niðurgreiðslu til dagforeldra
Samþykkt var að hækka niðurgreiðslu vegna þjónustu dagforeldra til þess að fjölga dagforeldrum, styrkja starfsgrundvöll þeirra og lækka útgjöld foreldra sem nýta sér þjónustu dagforeldra. Stofnstyrkir verði hækkaðir og fleiri leiðir til úrbóta kannaðar, s.s. húsnæðisstuðningur og fræðslustyrkir.

6. Verklag leikskólainnritunar
Samþykkt var að verklag leikskólainnritunar verði endurskoðað með tilliti til bættrar upplýsingagjafar til foreldra, einföldunar umsóknarferils og meira gagnsæis. Skoða þarf möguleika á auknu samstarfi í innritun í leikskóla Reykjavíkurborgar og sjálfstætt starfandi leikskóla í borginni.

Skoða tillögur Sjálfstæðismanna

Borgarráð samþykkti jafnframt að taka til meðferðar tillögur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði. Fyrr í dag sendi borgarfulltrúaflokkur Sjálfstæðisflokksins frá sér fréttatilkynningu þar sem bent var á borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi nýlega lagt fram alls 12 tillögur til að bregðast við leikskólavandanum. „Við sjálfstæðismenn höfum alltaf verið reiðubúin í samtal og samvinnu um lausn leikskólavandans. Við vöruðum við óraunhæfum loforðum síðasta haust og nú hefur komið á daginn að við höfðum á réttu að standa. Það sem mestu skiptir er að vinna fljótt og örugglega að lausnum, bæði til skamms tíma en jafnframt til lengri framtíðar. Leikskólamálin eru stærsta jafnréttismálið sem sveitarstjórnarstigið fæst við” er haft eftir Hildi Björnsdóttiu, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Á síðasta fundi borgarráðs þann 11. ágúst lögðu fulltrúar flokksins fram tvær tillögur, annars vegar var lagt til að foreldrar þeirra barna 12 mánaða eða eldri, sem enn eru á biðlista eftir leikskólaplássi fái um 200.000 kr. í mánaðarlegar biðlistabætur og hins vegar að niðurgreiðslur til dagforeldra hækki við 12 mánaða aldur barns svo kostnaður foreldra verði til samræmis við þau gjöld sem foreldrar greiða í leikskólum borgarinnar.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði óskuðu í kjölfarið eftir sérstökum aukafundi vegna leikskólavandans, en sá fundur fór fram í gær. Þar voru lagðar fram 7 tillögur, þar af þrjár sem snúa að mönnunarvanda leikskólanna, en þær voru: Að komið verði á bakvarðarsveit til að mæta manneklu á leikskólum, að komið verði á fót starfsnámi í leikskólum fyrir nemendur í leikskólaliðanámi og að starfsmönnum frístundaheimila verði boðið upp á heilsdags- og hálfsdagsstörf svo starfskraftar þeirra geti nýst fyrri part dags á leikskólum.

Jafnframt voru lagðar fram tvær tillögur sem snúa að því að flýta fyrir fjölgun húsakosta undir starfsemi leikskóla en þær eru: Að rekstrarheimildir verði rýmkaðar svo hægt sé að taka í notkun nýja leikskóla þó lóðin sé ekki fullfrágengin og að komið verði fyrir færanlegum kennslustofum á lóðum þeirra leikskóla þar sem aðstæður eru fyrir hendi í þeirri viðleitni að fjölga leikskólarýmum á meðan unnið er að varanlegum lausnum. Þar að auki var lögð fram tillaga um svokallað mæliborð en með því er átt við að upplýsingar um laus leikskólarými og biðlista verði settar á vef Reykjavíkurborgar og uppfærist í rauntíma. Að síðustu lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði fram tillögu um um að fé fylgi barni á leikskólaaldri og að sjálfstætt reknum leikskólum verði fjölgað svo foreldrar hafi raunverulegt val um úrræði fyrir börnin sín.

Fleiri foreldrareknir leikskólar og daggæsla á vinnustað

Á fundi borgarráðs í dag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram þrjár tillögur til viðbótar, tvær þeirra leitast við að fjölga valkostum foreldra um dagvistun barna þeirra, þvert á rekstrarform. Tillögurnar snúa að því annars vegar að skóla- og frístundasvið bjóði vinnustöðum sveigjanleikann til að opna daggæslu eða leikskóla á vinnustaðnum, fyrir börn starfsmanna, og hins vegar að borgin styðji við fjölgun foreldrarekinna leikskóla í Reykjavík með því að tryggja húsnæði og niðurgreiðslur með starfseminni. Þriðja tillagan sneri að því að kanna möguleikann á fjölgun leikskóla á núverandi og fyrirhuguðum uppbyggingarreitum í borginni

„Lausn leikskólavandans mun ekki liggja fyrir nema til komi breyttar áherslur og nýjar lausnir. Við þurfum skammtímaaðgerðir sem viðbragð við bráðavanda – en jafnframt langtímalausnir til framtíðar. Vandinn verður ekki leystur án kerfisbreytinga og nýrra lausna sem raunverulega þjóna þörfum fjölskyldna í borginni“ er haft eftir Hildi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins