fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
EyjanFastir pennar

 Árásin á Þórarinn Tyrfingsson -„Hersingin“

Eyjan
Fimmtudaginn 16. júní 2022 14:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Dýrfjörð, rafvirkjameistari, skrifar:

Í greininni „Þú líka Brútus“ nefndi ég „Hersinguna“, sem réðst á mannorð Þórarins Tyrfingssonar.

Örstutt um nafnið Hersing: Kristur rak illa anda af manni og spurði „hvað heitir þú?“

Andinn svaraði: „Ég heiti Hersing og við erum margir.“

Árás Hersingarinnar hófst með heilsíðugrein í Sunnudags- Mogga 28. júní 2020.

Greinin var frásögn Sigurðar Friðrikssonar, ( þekktur sem Diddi Frissa)

Ég bendi fóki á að Gúgla Moggan þann dag. Þar var ósómagreinin birt .

Diddi stýrði mörgum fundum SÁÁ.  Hann lýsti þeim í  ósómagreininn: „Hálfsmánaðarlega bjóðum við ráðherrum og ábyrgu fólki í samfélaginu og segjum frá því hvað er að gerast í áfengis og vímuefnamálum í þjóðfélaginu“.

Sjálfur sat ég tugi slíkra funda.   Hvern einasta fund byrjaði Diddi með lofræðu um SÁÁ og störf Þórarins Tyrfingssonar. Lofið um Þórarinn var takmarkalaust.

Óvæntur viðsnúningur.    

Diddi snéri svo öllu við í Mogganum, og sagði um Þórarinn: „Það vildi enginn í stjórnsýslunni eiga nokkur samskipti við hann. Út af hroka, yfirgangi, frekju og mikilmennsku.“

Öll þjóðin vissi þó,  að Sjúkrahúsið Vogur hafði komið á  fót mörgum meðferðarsviðum.

Öll sú starfsemi hvíldi á farsælum samskiftum Þórarins Tyrfingssonar við stjórnsýsluna.

Um fundastjórn sína sagði Diddi.   „Mér var sagt, að; láta  -aldrei sjást-  hver stjórnaði fundinum. Því Þórarinn sættir sig ekki við að neinn skyggi á hann.“   „Vér eplin“, sögðu taðkögglarnir.

Hefðum betur haft Þórarinn.

Þegar Hersingin felldi Þórarinn, varð Diddi varaformaður SÁÁ. Það stóð ekki lengi. Formaðurinn fór og Diddi tók við stjórninni.  Á skömmum tíma hefur hann og fleiri klúðrað samskiftum við stjórnsýsluna  (SI) svo kyrfilega, að hún krefst  175 milljóna endurgreiðslu, sem stjórn SÁÁ er talin hafa svindlað út úr stjórnsýslunni. Samskiftin við sjórnsýsluna eru nú á borði saksóknara. Ástæðuna virðast allir skilja nema stjórn SÁÁ.  Hún er í viðvarandi afneitun á ábyrgð sinni.

Lífgjafinn.

Dáður listamaður skrifaði:  „Þórarinn bjargaði lífi mínu“.  Hvorki meira né minna,  en þrátt fyrir lífgöfina myndi hann aldrei koma nærri SÁÁ ef Þórarinn yrði formaður.

Hann nefndi enga ástæðu fyrir þessari hótun sinni.

Þannig gaf hann hugmyndaflugi fólks frjálst val, að skálda og dylgja um ástæðu þess, að hann gæti ekki unað lífgjafa sínum og velgjörðarmanni, að verða formaður SÁÁ.

Hersingin notaði síðan óspart:  „Hugsið ykkur hvaða skaðræði Þórarinn er, að maður, sem á honum líf sitt að launa, ætlar að hætta í SÁÁ verði hann formaður, hugsið ykkur bara.“   Þetta var ljótt.

Mér finnst listamaðurinn ætti að skipta um gír og finna lag, svo við hin (þúsundir alkóhólista) getum sungið með honum af einlægni:  „Þórarinn Bjargaði lífi mínu“.  Það væri flott.

Í næstu grein fjalla ég um  um skelfilegar afleiðingar af valadatöku þessa hóps. Kærur saksóknara, og kröfur um, að SÁÁ skili samfélaginu 175 miljónum af illa fengnu fé.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vandinn við að hafa ekki prinsipp

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vandinn við að hafa ekki prinsipp
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Kakalaskáli

Óttar Guðmundsson skrifar: Kakalaskáli
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fjörutíu og tvö prósent

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fjörutíu og tvö prósent
EyjanFastir pennar
14.03.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: VG nýtti síðasta sóknarfærið

Þorsteinn Pálsson skrifar: VG nýtti síðasta sóknarfærið
EyjanFastir pennar
10.03.2024

Björn Jón skrifar: Laugavegurinn — in memoriam

Björn Jón skrifar: Laugavegurinn — in memoriam
EyjanFastir pennar
07.03.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Líkur á eins máls kosningum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Líkur á eins máls kosningum
EyjanFastir pennar
03.03.2024

Björn Jón skrifar: Tilbrigði við fegurð

Björn Jón skrifar: Tilbrigði við fegurð