fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
EyjanFastir pennar

Björn Jón skrifar: Ráðast þarf strax í lagningu Sundabrautar

Eyjan
Mánudaginn 4. apríl 2022 21:00

Það er ekki eftir neinu að bíða varðandi lagningu Sundabrautar að mati Björns Jóns

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í grúski mínu á dögunum fletti ég í dagblöðum frá vorinu 1994 — í aðdraganda borgarstjórnarkosninga það árið. Ég var þá 15 ára en hafði fylgst með stjórnmálum frá því að ég mundi eftir mér og merkilegt nokk get ég enn þulið upp nöfn þeirra sem voru borgarfulltrúar fyrir og eftir kosningarnar vorið 1994. Einhvern veginn voru þeir karakterar allir áberandi, hver á sinn á hátt og hvar í flokki sem þeir stóðu. Nú er svo komið að ég þekki hreinlega ekki alla borgarfulltrúana með nafni (og af og til sé ég líka viðtöl við alþingismenn sem ég hafði ekki hugmynd um að sætu á löggjafarsamkundunni).

Það er viðkvæmt að ræða atgervisflótta úr stjórnmálum en að mínum dómi blasir við að borgarstjórnin er í ýmsu tilliti umtalsvert verr skipuð nú en hún var fyrir nokkrum árum. Þetta má til að mynda merkja af umræðunni. Árið 1994 var í síðasta sinn sem sjálfstæðismenn höfðu hreinan meirihluta í borgarstjórn og tímaskeið R-listans rann upp. Næstu árin tókust þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Árni Sigfússon, oddviti minnihlutans, á um stóru málin; skatta, fjárhagsstöðu borgarinnar, málefni Rafmagnsveitunnar og Hitaveitunnar og þannig mætti áfram telja. Að mér læðist sá grunur að ýmsir borgarfulltrúar nú hafi einfaldlega takmarkaðan skilning á fjármálum og rekstri og beini þess í stað athyglinni að einhverju öðru — bara einhverju allt öðru — sem getur þá orðið til að breiða yfir vanhæfni þeirra til að takast á við brýnustu úrlausnarefnin.

Margþættur ávinningur

Og úr því að ég minntist á eigin stjórnmálaáhuga þá hefur ein stórframkvæmd innan borgarmarkanna verið til umræðu reglulega frá því að ég man eftir mér — en það er Sundabraut. Mér varð sérstaklega hugsað til þessarar mikilvægu tengingar á fimmtudaginn var þegar ég var á leið úr bænum og bílalestin silaðist löturhægt upp Ártúnsbrekkuna en þar hafði orðið harður árekstur. Því miður er öll umferðin úr Reykjavík vestur um land og á Suðurland tengd um eina trekt í Ártúnsbrekkunni en upphaflega var alltaf gert ráð fyrir tveimur megin tengingum úr bænum. Aðra í vegstæði núverandi Vesturlandsvegar — í framhaldi af Miklubraut en hin var hugsuð um svokallaðan Hlíðarfót, suður fyrir Öskjuhlíð, eftir Fossvogsdal endilöngum, sunnan við Elliðaár og loks inn á Suðurlandsveg. Síðari vegtengingin komst aldrei til framkvæmda og vitaskuld kemur engum til hugar lengur að leggja hraðbraut um Fossvogsdal eða framhjá ylströndinni í Nauthólsvík. Eftir stendur að vegtengingar inn og úr bænum skortir en dr. Trausti Valsson skipulagsfræðingur benti fyrir bráðum hálfri öld á þá afbragðslausn að umferðin yrði leidd á brú út yfir Elliðaárvog og upp á Kjalarnes, þ.e. Sundabraut.

Raunar yrði ávinningurinn af lagningu Sundabrautar ekki eingöngu sá að bæta tengingar inn og út úr bænum heldur kæmust stór íbúðahverfi í Grafarvogi og Mosfellsbæ í mun betri tengsl við helstu atvinnusvæðin miðsvæðis í Reykjavík og að auki sköpuðust möguleikar á gríðarlegri uppbyggingu á þremur nesjum: Gufunesi, Geldinganesi og Álfsnesi, en brautin lægi um þau þrjú.

Nú þegar er hafin talsverð uppbygging á Gufunesi og þaðan mætti leggja brú yfir í Viðey þar sem hægt væri að hugsa sér lágreist hverfi í framtíðinni. Á austasta hluta eyjarinnar reis þorp um aldamótin 1900 þegar Milljónarfélagið rak þar útgerð. Nýtt hverfi í Viðey gæti haft svipmót gamals tíma og jafnvel verið bíllaust fyrir þá sem kjósa að vera án bifreiðar. Brautin teygir sig þvínæst á Geldinganes þar sem mætti sjá fyrir sér stórt íbúðahverfi með sérbýlum en þar er að finna eina síðustu óbyggðu suðurhlíðina í Reykjavík, þar sem sólar nýtur eðlilega vel. Frá Geldinganesi liggur leiðin upp á Álfsnes þar sem Sorpa hefur nú aðsetur og þar mætti sjá fyrir sér í framtíðinni ýmsa fyrirferðarmikla starfsemi, iðnað og vörugeymslur. Þá hafa einnig komið upp hugmyndir um að reist verði stórskipahöfn á Álfsnesi en með tilkomu Sundabrautar verður leiðin upp í Grundartangahöfn líka umtalsvert styttri en nú er.

Ekkert að vanbúnaði

Sundabraut er sem kunnugt er þjóðvegur í þéttbýli, þ.e. ríkisvegur, en það er að mestu leyti í höndum Reykjavíkurborgar hvernig legu og gerð hennar verður háttað. Og þá komum við að kosningamálunum nú í aðdraganda borgarstjórnarkjörs; æskilegt væri að þetta stóra hagsmunamál fengi rými í umræðunni og brýnt að borgarstjórn taki þessa stórframkvæmd föstum tökum að kosningum loknum.
Margoft hefur verið bent á að Sundabraut yrði afar hentug einkaframkvæmd en lífeyrissjóðir landsmanna gætu til að mynda komið að borðinu. Þá skortir trausta fjárfestingarkosti til langs tíma og með öflugum innviðafjárfestingarsjóði mætti leggja Sundabraut og annast rekstur hennar til nokkurra áratuga. Brautin yrði því ekki eingöngu samgöngubót sem skapaði möguleika á nýjum hverfum í borginni heldur gæti hún orðið álitlegur fjárfestingakostur fyrir lífeyrissjóði og aðra fagfjárfesta.

Það er í raun ekki eftir neinu að bíða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
13.05.2022

Framtíð menntunar

Framtíð menntunar
EyjanFastir pennar
12.05.2022

Endurreisn Sovétríkjanna á íslenska húsnæðismarkaðnum

Endurreisn Sovétríkjanna á íslenska húsnæðismarkaðnum
EyjanFastir pennar
07.05.2022

Kjósum borgarstjóra beinni kosningu

Kjósum borgarstjóra beinni kosningu
Aðsendar greinarFastir pennar
20.04.2022

Alls ekki tala um Bjarna

Alls ekki tala um Bjarna
EyjanFastir pennar
17.04.2022

Björn Jón skrifar: Hreinsanirnar í Eflingu

Björn Jón skrifar: Hreinsanirnar í Eflingu
Aðsendar greinarFastir pennar
11.04.2022

Öfgar skrifa: Afleiðingar ofbeldis sem fjórða valdið beitir þolendur

Öfgar skrifa: Afleiðingar ofbeldis sem fjórða valdið beitir þolendur
EyjanFastir pennar
22.03.2022

Heimir skrifar: Einfalt (og flókið) verkefni Hildar í Reykjavík

Heimir skrifar: Einfalt (og flókið) verkefni Hildar í Reykjavík
EyjanFastir pennar
20.03.2022

Björn Jón skrifar: Augljósir gallar prófkosninga

Björn Jón skrifar: Augljósir gallar prófkosninga
EyjanFastir pennar
27.02.2022

Björn Jón skrifar: Vinstri grænir gegn grundvallaröryggishagsmunum Vesturlanda

Björn Jón skrifar: Vinstri grænir gegn grundvallaröryggishagsmunum Vesturlanda
EyjanFastir pennar
26.02.2022

Pútín og Úkraína – Aumingjaskapur Vesturlanda – Hvaða land er næst?

Pútín og Úkraína – Aumingjaskapur Vesturlanda – Hvaða land er næst?