fbpx
Mánudagur 08.ágúst 2022
Eyjan

Hörður vill breytta stefnu í baráttunni við kórónuveiruna – Gagnrýnir Landspítalann

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. júlí 2021 08:00

Hörður Ægisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Bólusetning var ljósið við enda ganganna sem myndi greiða götuna fyrir opnu samfélagi. Á örfáum mánuðum tókst að bólusetja um 90 prósent allra fullorðinna Íslendinga og stöndum við þar einna fremst á heimsvísu. Almenningur hér var viljugur að fara að ráðum vísindanna og mæta í bólusetningu. Ávinningurinn var að stjórnvöld töldu eðlilegt, að tillögu sóttvarnalæknis, að afnema í kjölfarið allar sóttvarnaagerðir innanlands og eins að hætta að skima bólusetta ferðamenn við landamærin,“ svona hefst grein eftir Hörð Ægisson, ritstjóra Markaðar Fréttablaðsins, í Fréttablaðinu í dag.

Í greininni fjallar Hörður um baráttuna við kórónuveiruna og þá aðferðafræði sem er notuð hér á landi. Hann segir að ekkert hafi gerst sem sýni að mistök hafi verið að afnema allar sóttvarnaaðgerðir og hætta að skima bólusetta erlenda ferðamenn við komuna til landsins. Þrátt fyrir það hafi sú ákvörðun verið tekin fyrir viku að herða sóttvarnaaðgerðir á nýjan leik tímabundið til að kaupa tíma á meðan ekki er vitað hver áhrif fjölgunar smita verða. Hann segir útilokað að ráðherrar ríkisstjórnarinnar, þá sérstaklega í Sjálfstæðisflokknum, geti réttlætt framlengingu á þessum takmörkunum ef málin þróast eins og í Bretlandi og Bandaríkjunum þar sem mun færri veikist nú alvarlega af veirunni en áður og sé það bólusetningum að þakka.

„Þökk sé bólusetningum eru um 98 próesnt (sic) þeirra 966 einstaklinga sem hafa nú greinst hér á landi með engin eða væg einkenni. Aðeins tíu hafa þurft á sjúkrahúsinnlögn að halda – tveir óbólusettir eru á gjörgæsludeild – sem er rúmlega 1 prósent þeirra sjúkrarúma sem Landspítalinn ræður yfir. Þá sýna rannsóknir að bóluefnin virka betur á alvarleg veikindi vegna Delta-afbrigðisins en búast mátti við. Sökum þessarar gerbreyttu stöðu hljótum við að horfa á smittölur með allt öðrum hætti en áður. Munum hvert verkefnið hefur verið frá upphafi. Markmiðið er ekki að enginn smitist eða þurfi að leggjast inn á sjúkrahús heldur að verja heilbrigðiskerfið fyrir of miklu álagi og koma landsmönnum í var með bólusetningum,“ segir hann því næst og segir síðan að það veki furðu að ekki þurfi nema tvær innlagnir til að Landspítalinn lýsi yfir hættustigi. „Einn af yfirlæknum hans skellti skuldinni þar á stjórnvöld í stað þess að líta á þá stöðu til marks um heimatilbúinn vanda sem hefði eitthvað með slælegan rekstur og stjórnun spítalans að gera,“ segir hann síðan.

Hann víkur síðan að svínaflensufaraldrinum 2009 og segir að þá hafi þurft að leggja 170 manns inn á sjúkrahús, þar af 16 á gjörgæslu, á tæplega tveimur mánuðum. Þá hafi það verið mat þáverandi stjórnenda Landspítalans að ástandið væri viðráðanlegt.

Því næst segir hann að nú þurfi að fara að horfa til framtíðar. „Það sem ætti að valda fólki mestum áhyggjum nú er ekki farsóttin, sem tæpast er rétt að kalla lengur því nafni, heldur hvað það ætlar að reynast erfitt að koma lífinu aftur í sem eðlilegast horf þrátt fyrir víðtæka bólusetningu sem er að skila því sem henni var ætlað. Áfram er kynt undir hræðsluáróðrinum á öllum vígstöðvum með látlausum ekki-fréttum af fjölda smita bólusettra, hversu margir séu í sóttkví og síbylju í fjölmiðlum um að ekki sé nóg að gert í sóttvarnaaðgerðum. Niðurstaðan af þessu fári öllu saman er að allt áhættumat samfélagsins er orðið verulega skekkt. Reynt er í sífellu að réttlæta víðtækar takmarkanir, jafnvel til langrar framtíðar, þegar hættan sem stafar af veirunni er hverfandi. Við svo búið má ekki lengur standa. Það er undir stjórnvöldum komið, ekki sóttvarnalækni, að rétta við kúrsinn,“ segir hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes hjólar í blaðamenn Fréttablaðsins á síðum Fréttablaðsins – Telur Ólaf vera að grafa undan Sigmundi Erni

Hannes hjólar í blaðamenn Fréttablaðsins á síðum Fréttablaðsins – Telur Ólaf vera að grafa undan Sigmundi Erni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Trump í Washington í gær – Endurtók lygar sínar um forsetakosningarnar

Trump í Washington í gær – Endurtók lygar sínar um forsetakosningarnar
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Leonard-fjölskyldan leigir út lúxusbústað – Nóttin kostar hálfa milljón en morgunverður ekki innifalinn

Leonard-fjölskyldan leigir út lúxusbústað – Nóttin kostar hálfa milljón en morgunverður ekki innifalinn
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Sveitarstjórnarfulltrúi hjólar í Stöð 2 vegna umfjöllunar um Fjarðarheiðargöng – „Mann setti hljóðan“

Sveitarstjórnarfulltrúi hjólar í Stöð 2 vegna umfjöllunar um Fjarðarheiðargöng – „Mann setti hljóðan“