Laugardagur 06.mars 2021
Eyjan

Hálfur milljarður sparaðist við sameiningu Mannvirkjastofnunar og Íbúðalánasjóðs

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. febrúar 2021 09:00

Mannvirkjastofnun er meðal annars til húsa í Borgartúni 21.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega hálfur milljarður sparaðist við að sameina Mannvirkjastofnun og Íbúðalánasjóð í nýja stofnun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. 350 milljónir spöruðust í rekstrarkostnaði og 200 milljónir í nýjum verkefnum án þess að fjármagn hafi fylgt í fjárlögum. Þetta er 20% hagræðing frá fyrirkomulaginu sem áður var.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra, að hann telji sameininguna leiðarljós fyrir frekari sameiningar og hagræðingar í ríkisrekstri. „Það er gríðarlega mikilvægt að við aukum skilvirkni og hagræðum í allri opinberri þjónustu. Við óskuðum eftir að fá mannvirkjamálin til okkar með samlegðaráhrif í huga. Ég er á því að við eigum að stíga markvissari skref í þessa átt,“ sagði hann.

Ásmundur var í forystu fyrir hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar, sem sat frá 2013 til 2016, og lagði fram rúmlega 100 tillögur. Meðal þeirra voru að sameina Þjóðminjasafnið, Náttúruminjasafnið og tvö listasöfn. Einnig var lagt til að sameina Þjóðleikhúsið, Sinfóníuna, Óperuna og Íslenska dansflokkinn. Sameining Neytendastofu, Samkeppniseftirlitsins og Póst- og fjarskiptastofnunar var einnig nefnd í tillögum hópsins.

Lítið hefur orðið úr sameiningum en Ásmundur sagðist mjög ánægður með hvernig til hefur tekist með Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem tók til starfa 1. janúar 2020.

2019 var samanlagður rekstrarkostnaður Mannvirkjastofnunar og Íbúðalánasjóðs 2.833 milljónir en var 2.485 milljónir á síðasta ári á föstu verðlagi. Áætlaður rekstrarkostnaður á þessu ári er 2.479 milljónir.

Á síðasta ári fjölgaði ársverkum hjá stofnuninni um 12% og ýmis mál bættust við og má þar nefna umsýslu með nýjum hlutdeildarlánum, samstarfsverkefni í loftslagsmálum og nýtt brunavarnarsvið á Sauðárkróki. „Við viljum geta haft opinbert fé til þess að þjónusta viðkvæma hópa í samfélaginu. Grunnurinn undir því er að allt sem við erum að gera sé skilvirkt, að við séum ekki að fara illa með opinbert fé,“ hefur Fréttablaðið eftir Ásmundi sem sagði að sú hagræðing sem náðist sé meiri en hann átti von á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gerir upp ævintýralegt kjörtímabil – „Allt sem gerðist lítur út fyrir að hafa ekki getað orðið öðruvísi“

Gerir upp ævintýralegt kjörtímabil – „Allt sem gerðist lítur út fyrir að hafa ekki getað orðið öðruvísi“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Bjarna segir réttarríkið trufla Eflingu í aðför að einkafyrirtækjum – Lýsir einræðistilburðum Sólveigar Önnu

Björn Bjarna segir réttarríkið trufla Eflingu í aðför að einkafyrirtækjum – Lýsir einræðistilburðum Sólveigar Önnu