fbpx
Föstudagur 24.september 2021
Eyjan

Biggi lögga og Hafnfirðingar berjast gegn undirförlum áætlunum Reykjavíkurborgar – „Þetta hlýtur að hafa verið einhver fljótfærni hjá þeim“

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 19. júlí 2021 11:30

Birgir Örn Guðjónsson berst ásamt öðrum Hafnfirðingum gegn flutningi malbikunarstöðvar í eigu Reykjavíkurborgar í bæinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meira en 1.300 Íslendingar hafa skráð sig á undirskriftalista þar sem því er mótmælt að Reykjavíkurborg ætli „með undirförulli leið  að koma mengandi stóriðju á Álfhellu í Hafnarfirði, sem er í bakgarðinum á einu mest vaxandi íbúðahverfi bæjarins“ líkt og segir á heimasíðu undirskriftalistans á Ísland.is. 

DV greindi fyrst frá því í lok júní að viðræður um flutning Malbikunarstöðvarinnar Höfða á lóð við Álfhellu í Hafnarfirði væru í lokametrunum sem stjórnarformaður fyrirtækisins, Helgi Geirharðsson, staðfesti. Sú frétt vakti talsverða athygli í ljósi þess að Reykjavíkurborg er eigandi fyrirtækisins og því nokkuð óvenjulegt að framtíðarstaðsetning fyrirtækisins sé í öðru bæjarfélagi.

Síðar kom í ljós að kjörnir fulltrúar í Hafnarfirði höfðu ekki hugmynd um fyrirætlanir borgarfyrirtækisins og ráku upp stór augu við lestur fréttarinnar. Við nánari eftirgrennslan, kom í ljós að Malbikunarstöðin hafði þegar keypt lóð við Álfhellu 18 í Hafnarfirði og ætlaði þannig að lauma sér inn í Hafnarfjörð á grundvelli þess að þegar var starfsleyfi fyrir malbikunarstöð á svæðinu.

„Okkur finnst afar einkennilegt að frétta af þessu með þessum hætti og hefðum kosið að vera upplýst um þessar fyrirætlanir. Við erum ósátt við þetta,“ sagði Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar í samtali við DV. Hún staðfesti að hún hefði þegar átt símtal við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Reykjavíkur, þar sem að áhyggjum bæjaryfirvalda í Hafnarfirði var komið á framfæri. Þá sagðist hún reikna með að komið verði á formlegum fundi fljótlega þar sem farið verði nánar yfir málið.

Íbúar rísa upp og mótmæla

Greinilegt er að íbúar í nærliggjandi hverfum í Hafnarfirði eru á sama máli. Heitar umræður hafa spunnist um málið á íbúðasíðunni Vellirnir mínir á Facebook. Þar var áðurnefndur Birgir Örn Guðjónsson, Biggi lögga, í forsvari sem varð svo til þess að hann setti upp undirskriftarlistann. Hann staðfestir í samtali við DV að hann líkt og aðrir íbúar hafi fyrst fengið upplýsingar um málið í umfjöllun miðilsins og mikil reiði sé meðal íbúa sem hafi viljað koma mótmælum sínum á framfæri með undirskriftalista. „Einhver þurfti að taka af skarið og setja upp listann og þar sem ég er ágætis do-er í slíkum málum þá tók ég það að mér. Þetta er því alfarið krafa frá okkur íbúnunum en ekki eitthvað sem er bara frá mér komið,“ segir Birgir Örn.

Í lýsingunni við undirskriftarlistann kemur fram að að íbúar mótmæli fyrirætlununum harðlega og krefjist þess að Reykjavíkurborg hætti við þennan gjörning og finni stöðinni lóð á sínu eigin svæði.

Bjartsýnn á að stöðva fyrirætlanirnar

„Íbúar Hafnarfjarðar geta ekki sætt sig við að Reykjavíkurborg ætli að flytja sína eigin malbikunarstöð í garðinn á einu stærsta íbúahverfi bæjarins. Til stóð að borgin myndi flytja stöðina á sitt eigið iðnaðarsvæði en hætt var við það, m.a. vegna mótmæla íbúa í næsta nágrenni við það. Reykjavíkurborg hafði ekki fengið jákvæð svör frá Hafnarfjarðarbæ um að fá að flytja stöðina þangað en nú ætlar hún bakdyramegin inn með því að kaupa land af annari malbikunarstöð sem var fyrir með leyfi. Mikil óánægja var á sínum tíma með uppsetningu þeirrar stöðvar en íbúum var tjáð að það væri færanleg stöð sem auðvelt væri að taka niður. Það eru ekki boðleg vinnubrögð og lýsir algjörum yfirgangi að ætla að setja upp mengandi iðnað í bakgarðinum hjá nágrönnum sínum í næsta sveitafélagi. Það leiðir einnig af sér aukna umferð og mengun að flyta malbikið í gegnum þrjú önnur sveitafélög til að koma því til Reykjavíkur.“

Birgir Örn segist bjartsýnn á að þessar fyrirætlanir verði að engu. „Ég trúi ekki að Reykjavíkurborg muni standa við þessi áform gegn vilja Hafnarfjarðarbæjar og íbúa. Það væri líka þvert á þeirra umferðar- og umhverfisstefnu að ætla að keyra allt sitt malbik í gegnum þrjú önnur sveitarfélög. „Þetta hlýtur að hafa verið einhver fljótfærni hjá þeim“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Viktor Orri varar við málflutningi Gunnars Smára – „Stórhættuleg viðhorf til meðferðar ríkisvaldsins“

Viktor Orri varar við málflutningi Gunnars Smára – „Stórhættuleg viðhorf til meðferðar ríkisvaldsins“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Hef bara aldrei heyrt annað eins“: Erjur Gunnars Smára og Jakobs Bjarnars – „Hættu að gera út á þetta kjánalega hatur á fjölmiðlum“

„Hef bara aldrei heyrt annað eins“: Erjur Gunnars Smára og Jakobs Bjarnars – „Hættu að gera út á þetta kjánalega hatur á fjölmiðlum“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Bjarkey sagði skilaboðin til VG skýr – Fjarlægði færsluna eftir samtal við Katrínu

Bjarkey sagði skilaboðin til VG skýr – Fjarlægði færsluna eftir samtal við Katrínu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu greinina sem Gunnar Smári sagðist ekki muna eftir – Vildi einkavæða heilbrigðiskerfið í ljósi vel lukkaðrar bankaeinkavæðingar

Sjáðu greinina sem Gunnar Smári sagðist ekki muna eftir – Vildi einkavæða heilbrigðiskerfið í ljósi vel lukkaðrar bankaeinkavæðingar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigríður Á Andersen er stoltust af Landsréttarmálinu – „Já þá er ég það, og ánægð með að sú skipan stendur“

Sigríður Á Andersen er stoltust af Landsréttarmálinu – „Já þá er ég það, og ánægð með að sú skipan stendur“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Myndband: Inga Sæland hlær að Miðflokkskonu – „Mér finnst mjög dónalegt þegar fólk er að hlæja hérna“

Myndband: Inga Sæland hlær að Miðflokkskonu – „Mér finnst mjög dónalegt þegar fólk er að hlæja hérna“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Er uppáhalds „leiðindaskarfur“ Sjálfstæðismanna á útleið? Sjáðu nýstárlega kosningaauglýsingu Brynjars

Er uppáhalds „leiðindaskarfur“ Sjálfstæðismanna á útleið? Sjáðu nýstárlega kosningaauglýsingu Brynjars