fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

40 milljóna króna sparnaður Alþingis vegna utanlandsferða

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. mars 2021 09:00

Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því í mars á síðasta ári hafa þingmenn ekki farið í neinar utanlandsferðir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Með þessu hafa rúmlega 40 milljónir króna sparast. Óvíst er hvenær þingmenn og starfsmenn þingsins geta byrjað að ferðast til útlanda á nýjan leik.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag.  Haft er eftir Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis, að alþjóðasamstarf þjóðþinga fari nú allt fram í gegnum fjarfundabúnað og ekki sé vitað hvenær staðfundir alþjóðlegra þingmannasamtaka hefjist að nýju. Þróun heimsfaraldursins, framgangur bólusetninga og fleira ráði því.

Í mars á síðasta ári ákvað forsætisnefnd þingsins að fella niður vinnutengdar ferðir þingmanna og starfsfólks frá og með 17. mars út vorþingið. Ferðum á þingmannafundi og ráðstefnur var í raun sjálfhætt því allt færðist þetta yfir á rafrænt form að frumkvæði skipuleggjenda.

Morgunblaðið segir að samkvæmt upplýsingum frá Rögnu hafi ferðakostnaður, ferðir og dagpeningar, þingmanna 2020 verið tæplega 10,7 milljónir en 2019 var hann tæplega 51,9 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG