fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Hörður segir Samfylkinguna blekkja og rugla varðandi sölu Íslandsbanka

Heimir Hannesson
Föstudaginn 15. janúar 2021 09:22

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sumir bregðast aldrei vitlausum málstað.“ Svo hefst leiðari Fréttablaðsins sem Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins viðskiptablaðs Fréttablaðsins, skrifar í dag. „Talsmenn Samfylkingarinnar í efnahagsmálum, ásamt ýmsum fylgihnöttum þeirra í róttækari armi verkalýðshreyfingarinnar, leggja sig fram um að gera það tortryggilegt að til standi að hefja sölu á hlut í Íslandsbanka með hlutafjárútboði og skráningu í Kauphöll. Röksemdirnar, sem eru fátæklegar, hverfast um að tímasetningin sé óheppileg og að ríkið fari árlega á mis við tug milljarða arðgreiðslur með því að draga úr eignarhaldi.“

Hörður segir Samfylkinguna skauta fram hjá þeirri staðreynd að nágrannaríki okkar, og systurflokkar Samfylkingarinnar í þeim löndum, hafa fyrir löngu ákveðið að hverfa frá áhættusamri þátttöku í bankarekstri.

Samfylkingin er á öðru máli og telur að ríkið eigi áfram að vera með 400 milljarða bundna í tveimur bönkum. Það er með eindæmum ósvífið þegar því er haldið fram, aðeins til að blekkja og rugla, að arðgreiðslur bankanna til ríkisins á sínum tíma – yfir 200 milljarðar 2014 til 2018 – gefi fyrirheit um það sem koma skal í rekstri þeirra. Mikill hagnaður, sem safnaðist upp sem eigið fé þegar höft hindruðu arðgreiðslur í krónum til þáverandi eigenda, stafaði þá af einskiptistekjum vegna uppfærslu á virði fyrirtækjalána. Í dag er staðan önnur.

Hörður segir arðsemina í dag miklu minni, í raun litlu meiri en af ríkisskuldabréfum, sem er svo til áhættulaus, að hans sögn.

Að vera með ríkið í bílstjórasæti við þær aðstæður sem eiganda alls hlutafjár er heimskulegt og áhættusamt. Bankakerfið í dag á ekkert sameiginlegt með því sem féll 2008. Stundum mætti samt halda annað ef marka má þá sem láta eins og ekkert hafi breyst á tveimur áratugum. Þannig sá efnahagsráðgjafi VR ástæðu til þess í vikunni að láta að því liggja að hættan nú væri á að bankinn kæmist í hendur aðþrengdra stórra fjárfesta sem þyrftu á aukinni lánafyrirgreiðslu að halda, eins og gerst hefði í aðdraganda bankahrunsins.

Hörður gefur lítið fyrir þennan málflutning og segir regluverk um virka eigendur gjörbreytt nú frá því sem áður var. Þetta regluverk ætti að hafa dregið úr áhuga fjárfesta að vera stórir eigendur banka, þar sem slíkt gæti hamlað öðrum viðskiptaumsvifum þeirra.

Stjórnvöld eiga ekki að leyfa slíkum dragbítum að aftra því að stigin séu varfærin skref í að minnka umsvif ríkisins á bankamarkaði. Ákvörðun um að hefja söluferlið grundvallast á vandaðri og ítarlegri greiningarvinnu. Ráðist var í útgáfu hvítbókar um framtíðarskipan fjármálakerfisins, salan hefur margsinnis verið rædd í ráðherranefnd og eigendastefna ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki var uppfærð á liðnu ári. Takmarkaðir fjárfestingakostir, hækkandi hlutabréfaverð og lágvaxtaumhverfi skapar kjöraðstæður til að selja hlut í bankanum á ásættanlegu verði. Við eigum að raungera stöðugleikaframlagið, þegar kröfuhafar framseldu Íslandsbanka til ríkisins 2015, með því að breyta þeirri eign í reiðufé á tímum sem ríkið þarf á því að halda. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þykir miður að kaupin á TM hafi orðið umdeild

Þykir miður að kaupin á TM hafi orðið umdeild
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“