fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Trump kannar möguleika á að náða sjálfan sig

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. janúar 2021 15:30

Donald Trump hótaði að yfirgefa Hvíta húsið ekki. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur leitað upplýsinga hjá aðstoðarmönnum sínum og lögmönnum um hvort þau völd sem forsetinn hefur til að náða fólk nái yfir hann sjálfan og hann geti þannig náðað sjálfan sig.

CNN skýrir frá þessu og segir að þessi samtöl hafi átt sér stað á undanförnum vikum og hefur það eftir heimildarmanni. Ekki liggur fyrir hvort Trump hafi rætt þetta eftir árás stuðningsmanna hans á þinghúsið á miðvikudaginn en margir telja að árásin hafi verið gerð eftir áeggjan Trump. CNN segir að Trump hafi spurt út í lagalegar og pólitískar afleiðingar þess að hann náði sjálfan sig. Talið er að hann eigi margar málshöfðanir og opinberar rannsóknir yfir höfði sér þegar hann lætur af embætti og nýtur ekki lengur friðhelgi sem forseti. Eitt af nýjustu málunum er símtal hans við Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu, þar sem hann þrýsti á um að Raffensperger myndi „finna“ nægilega mörg atkvæði til að tryggja sigur Trump í forsetakosningunum í ríkinu.

New York Times skýrði frá því í gær að Trump hafi haft á orði síðan á kjördag í byrjun nóvember að hann vilji náða sjálfan sig. Hann hefur því spurt út í heimildir hans til að gera það.

CNN hefur áður sagt að Trump hafi allt síðan 2017 spurt aðstoðarmenn sína út í náðunarheimildir sína og hafi verið „heltekinn“ af þeirri hugmynd að geta náðað sjálfan sig. Trump hefur sjálfur tíst að hann telji sig hafa heimild til þess.

Það hefur aldrei gerst að forseti hafi náðað sjálfan sig og sérfræðingar eru ekki á einu máli um hvort hann geti það. Í minnisblaði frá dómsmálaráðuneytinu kemur fram að forseti geti ekki náðað sjálfan sig en hann geti sagt af sér embætti og beðið varaforsetann, sem tekur við völdum við afsögn forseta, um náðun.

Trump hefur aðallega notað náðunarheimild sína til að náða glæpamenn sem eru tryggir stuðningsmenn hans, áhrifamenn eða tengdir fjölskyldu hans. Hann hefur ekki tekið mikið mark á þeirri venju að láta embættismenn fara yfir náðunarbeiðnir og mæla með eða hafna þeim. Þess í stað hefur hann tekið mark á orðum vina sinna, fjárhagslegra stuðningsmanna og fréttamanna hjá Fox News.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun