fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Stór hluti þjóðarinnar telur hryðjuverkaógn aukast með auknum fjölda innflytjenda

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. desember 2020 07:50

Íbúar landsins eru af mörgum þjóðernum og tala mörg tungumál.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu tuttugu árum hefur íslenskt samfélag gjörbreyst, flóttafólki og innflytjendum hefur fjölgað mikið. Almennt  er viðhorf Íslendinga til innflytjenda gott en þegar kafað er dýpra komi fram skoðanir sem geti valdið áhyggjum.

Þetta er haft eftir Margréti Valdimarsdóttur, lektor við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, í Fréttablaðinu í dag. „Stór hluti Íslendinga trúir því að líkur á hryðjuverkum hér á landi aukist með auknum fjölda innflytjenda,“ sagði hún.

„Um fjörutíu prósent Íslendinga trúa því að hryðjuverkaógn aukist hér með auknum fjölda innflytjenda og flóttafólks frá löndum þar sem múslimar eru í meirihluta og það er áhyggjuefni. Þessi viðhorf og þessi ótti hefur síðan áhrif á það hversu jákvætt fólk er gagnvart því að taka á móti flóttafólki og rannsóknir sýna að því neikvæðara sem viðhorf er til flóttafólks og innflytjenda í móttökulandinu því ólíklegra er að þau aðlagist samfélaginu“ sagði hún einnig.

Hún sagði jafnframt að það sé eitthvað sem þarf að hafa áhyggjur af þegar innflytjendur eiga erfitt með að aðlagast samfélaginu. Hún sagði jafnframt að áhrif fjölgunar innflytjenda geti verið bæði jákvæð og neikvæð. „Þegar maður skoðar það í mismunandi löndum heimsins þá sér maður að það fer mikið eftir því hvernig móttökurnar eru og viðhorf samfélagsins. Það að innflytjendur samlagist samfélaginu skiptir miklu máli,“ sagði hún.

Hún sagði einnig að aðrir þættir en þeir að fólk sé innflytjendur eða flóttafólk hafi líklega meiri áhrif á afbrotahegðun, til dæmis tekjur og menntun. Það hafi sýnt sig í Svíþjóð þar sem opinberar tölur bendi til að innflytjendur séu líklegri til að brjóta af sér en aðrir. Þetta gerist þrátt fyrir að góð innflytjendastefna sé rekin en fólk sé samt sem áður ekki að ná að aðlagast sænsku samfélagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun