Föstudagur 26.febrúar 2021
Eyjan

Stór hluti þjóðarinnar telur hryðjuverkaógn aukast með auknum fjölda innflytjenda

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. desember 2020 07:50

Margir hafa áhyggjur í tengslum við fjölgun innflytjenda og flóttafólks.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu tuttugu árum hefur íslenskt samfélag gjörbreyst, flóttafólki og innflytjendum hefur fjölgað mikið. Almennt  er viðhorf Íslendinga til innflytjenda gott en þegar kafað er dýpra komi fram skoðanir sem geti valdið áhyggjum.

Þetta er haft eftir Margréti Valdimarsdóttur, lektor við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, í Fréttablaðinu í dag. „Stór hluti Íslendinga trúir því að líkur á hryðjuverkum hér á landi aukist með auknum fjölda innflytjenda,“ sagði hún.

„Um fjörutíu prósent Íslendinga trúa því að hryðjuverkaógn aukist hér með auknum fjölda innflytjenda og flóttafólks frá löndum þar sem múslimar eru í meirihluta og það er áhyggjuefni. Þessi viðhorf og þessi ótti hefur síðan áhrif á það hversu jákvætt fólk er gagnvart því að taka á móti flóttafólki og rannsóknir sýna að því neikvæðara sem viðhorf er til flóttafólks og innflytjenda í móttökulandinu því ólíklegra er að þau aðlagist samfélaginu“ sagði hún einnig.

Hún sagði jafnframt að það sé eitthvað sem þarf að hafa áhyggjur af þegar innflytjendur eiga erfitt með að aðlagast samfélaginu. Hún sagði jafnframt að áhrif fjölgunar innflytjenda geti verið bæði jákvæð og neikvæð. „Þegar maður skoðar það í mismunandi löndum heimsins þá sér maður að það fer mikið eftir því hvernig móttökurnar eru og viðhorf samfélagsins. Það að innflytjendur samlagist samfélaginu skiptir miklu máli,“ sagði hún.

Hún sagði einnig að aðrir þættir en þeir að fólk sé innflytjendur eða flóttafólk hafi líklega meiri áhrif á afbrotahegðun, til dæmis tekjur og menntun. Það hafi sýnt sig í Svíþjóð þar sem opinberar tölur bendi til að innflytjendur séu líklegri til að brjóta af sér en aðrir. Þetta gerist þrátt fyrir að góð innflytjendastefna sé rekin en fólk sé samt sem áður ekki að ná að aðlagast sænsku samfélagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Forseti megi ekki sitja lengur en tólf ár

Forseti megi ekki sitja lengur en tólf ár
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Heiðrún og Daði tókust á – „Auðvitað dettur engum heilvita manni í hug að bjóða upp á það“

Heiðrún og Daði tókust á – „Auðvitað dettur engum heilvita manni í hug að bjóða upp á það“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn óttast um framtíð fjölmiðlunar á Íslandi – „Til­gang­ur þeirra er að banna umræður í stað þess að ræða mál“

Björn óttast um framtíð fjölmiðlunar á Íslandi – „Til­gang­ur þeirra er að banna umræður í stað þess að ræða mál“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bólusetningadagatal komið út – Hvenær verðið þið bólusett?

Bólusetningadagatal komið út – Hvenær verðið þið bólusett?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jarðhræringar á Hengilssvæðinu gætu ógnað raforkuöryggi á höfuðborgarsvæðinu – Þjóðaröryggismál

Jarðhræringar á Hengilssvæðinu gætu ógnað raforkuöryggi á höfuðborgarsvæðinu – Þjóðaröryggismál
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir skort á íbúðarhúsnæði – Fólk fjárfestir í steypu

Segir skort á íbúðarhúsnæði – Fólk fjárfestir í steypu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Samfélagsmiðlar og leitarvélar stýra hvernig við sjáum heiminn

Samfélagsmiðlar og leitarvélar stýra hvernig við sjáum heiminn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rósa Björk vildi toppsætið – Svo rann upp fyrir henni að uppstillingarnefndin væri ekki líkleg til að velja hana í það

Rósa Björk vildi toppsætið – Svo rann upp fyrir henni að uppstillingarnefndin væri ekki líkleg til að velja hana í það