fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Íhuga að veita Pútín ævilanga friðhelgi – Ýtir undir vangaveltur um að hann ætli að draga sig í hlé

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. nóvember 2020 23:00

Vladimir Putin er forseti Rússlands. mynd/getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskir þingmenn hafa lagt fram lagafrumvarp sem mun veita fyrrum forsetum landsins ævilanga friðhelgi fyrir saksóknum. Ef frumvarpið verður samþykkt mun það veita Vladimír Pútín, núverandi forseta, vernd gegn saksóknum ef og þegar hann ákveður að láta af embætti. TASS fréttastofan skýrði frá þessu fyrir helgi.

Samkvæmt rússneskum lögum er ekki hægt að saksækja forseta landsins fyrir glæpi framda í embættistíð þeirra. Með nýja frumvarpinu er ætlunin að lengja þessa friðhelgi svo hún nái yfir lengra tímabil, í raun allt líf forsetanna. CNN skýrir frá þessu.

Þingmennirnir, sem lögðu frumvarpið fram, eru þeir sömu og komu umdeildum stjórnarskrárbreytingum Pútíns í gegn fyrr á árinu.

„Að kjörtímabili loknu á aðili sem þessi rétt á að geta treyst á ákveðna vernd og lagalega tryggingu sem er ekki síðri en sú sem hann naut á meðan hann gegndi forsetaembættinu,“ sagði Andrey Klishas, einn þingmannanna, í samtali við TASS.

„Frumvarpið er trygging gegn ástæðulausum saksóknum á hendur fyrrum þjóðhöfðingjum og um leið viðurkenning á mikilvægi embættisins,“ sagði Klishas einnig.

Frumvarpið þarf að fara í gegnum þrjár umræður í neðri deild þingsins, síðan fer það til efri deildarinnar og því næst þarf Pútín að undirrita það til þess að það verði að lögum. Tveir þriðju hlutar þingmanna þurfa að samþykkja frumvarpið áður en það fer til Pútín.

Eitt af fyrstu embættisverkum Pútín, þegar hann tók við völdum 2000, var að veita Boris Yeltsin, forvera sínum, friðhelgi. Yeltsin valdi sjálfur Pútín sem eftirmann sinn.

Frumvarpið hefur ýtt undir vangaveltur um að Pútín hyggist draga sig í hlé en hann getur í raun setið á forsetastól til 2036, þökk sé umdeildum stjórnarskrárbreytingum sem voru samþykktar í sumar. Dmitry Peskov, talsmaður Pútín, sagði á föstudaginn að Pútín væri við hestaheilsu og hefði engin áform um að draga sig í hlé.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn