fbpx
Þriðjudagur 04.ágúst 2020
Eyjan

Krefst lögreglurannsóknar og afsagnar Svandísar vegna dauðsfallsins – „Ber ábyrgð á þessari stöðu“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 6. janúar 2020 17:00

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er skammarlegt af Svandísi að koma svona fram. Hún ber ábyrgð á þessari stöðu sem ráðherra heilbrigðismála og þetta gerðist á hennar vakt,“

segir Þór Saari, fyrrverandi þingflokksmaður Borgarahreyfingarinnar/ Hreyfingarinnar. Tilefnið er ummæli Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra sem sagðist harma dauðsfall Páls Heimis Pálssonar, sem í fyrra var ranglega greindur á bráðamóttöku Landspítalans og sendur heim of snemma, þrátt fyrir að vera með krabbamein og blóðtappa. Lést Páll í kjölfarið en ekkja hans greindi frá málinu í gær.

Gagnrýnir hún ekki einstaka starfsmenn spítalans, heldur heilbrigðiskerfið í heild sinni, en fréttir um mikið álag á bráðamóttökunni hafa verið tíðar undanfarið og stutt síðan að yfirlæknir sagði að stórslys væri í vændum með sama áframhaldi.

Engar skyndilausnir í boði

Svandís sagði engar skyndilausnir í boði þegar kæmi að vanda heilbrigðiskerfisins og sagði þetta viðvarandi áhyggjuefni:

„Það er ekkert til sem heitir einföld lausn eða skyndilausn í svona flóknu máli. Ef svo væri, þá væri væntanlega búið að grípa til hennar.“

Sjá nánar: Álagsmistök á bráðamóttökunni leiddu til dauða Páls – „Ég vil harma það sem þarna gerðist – ekkert til sem heitir einföld lausn“

Krefst lögreglurannsóknar

Þór segir að Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðisflokkurinn beri líka ábyrgð í málinu og krefst lögreglurannsóknar:

„Það að það vanti fé í heilbrigðiskerfið er eingöngu vegna einkavæðingarblætis Bjarna Benediktssonar og Sjálfstæðisflokksins, fjármálaráðherra ríkisstjórnarinnar sem hún styður. Fuss og svei. Þegar fólk deyr vegna þess að því er hent fárveiku út af sjúkrahúsi á ráðherra málaflokksins hiklaust að segja af sér og það á að fara fram lögreglurannsókn á málinu. Þetta er ekki flókið mál að laga og eingöngu, endurtek eingöngu, spurning um vilja ríkisstjórnarinnar.“

Ekki skráð sem alvarlegt atvik

Samkvæmt Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans, var tilfelli Páls ekki skrá sem alvarlegt atvik, en Stöð 2 talaði við hana í gær. Verið er að fara yfir málið þar núna og er sagt taka um eina viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lítil ásókn í húsnæðislán hjá lífeyrissjóðum

Lítil ásókn í húsnæðislán hjá lífeyrissjóðum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigríður talar gegn hertari aðgerðum út af COVID-19

Sigríður talar gegn hertari aðgerðum út af COVID-19
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Þingmaður gefur út þingspil

Þingmaður gefur út þingspil
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins með ólíka sýn á dánaraðstoð – Brynjar segir mannréttindahugtakið orðið merkingarlaust

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins með ólíka sýn á dánaraðstoð – Brynjar segir mannréttindahugtakið orðið merkingarlaust