fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Sonja baunar á Viðskiptaráð – Segir starfsmönnum hins opinbera hafa fækkað undanfarin ár, en ekki fjölgað

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 31. mars 2020 15:32

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Opinberum starfsmönnum sem sinna meðal annars mikilvægri almannaþjónustu hefur fækkað hlutfallslega miðað við mannfjölda á undanförnum árum þrátt fyrir aukningu verkefna og breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar. Þetta segir í tilkynningu frá BSRB  um úttekt á stöðugildum hjá ríki og sveitarfélögum.

Segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, það alvarlegt að störfunum hafi ekki fjölgað meira.

Tilkynningin kemur í kjölfar kröfu Viðskiptaráðs um aðhald hjá hinu opinbera vegna Covid-19, en tölur frá Viðskiptaráði og Samtökum atvinnulífsins hafa sýnt að opinberum starfsmönnum hafi fjölgað umfram starfsfólk á opinberum markaði síðastliðin misseri og ár.

Sjá nánar: Báknið blæs út:Mikil fjölgun starfsmanna, nefnda, ráða og stjórna hjá ríkinu

Hlutfallsleg fækkun

Á 11 ára tímabili fækkaði stöðugildum hjá ríkinu um nærri 1.000 en fjölgaði um rúmlega 1.500 hjá sveitarfélögunum, meðal annars vegna flutnings málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga árið 2011, samkvæmt tilkynningu BSRB.

Opinber störf voru tæplega 36 þúsund talsins árið 2008 en tæplega 36.600 árið 2017, en nýrri upplýsingar um fjölda stöðugilda hafa ekki verið teknar saman hjá sveitarfélögunum. Þegar tölur Hagstofunnar sem ná til ársins 2019 eru skoðar sést að hlutfall opinberra starfa af fjölda heildarstarfa á Íslandi hefur staðið í stað.

Fjölgun opinberra starfsmanna nemur rúmlega 600 stöðugildum á tíu ára tímabili eða 1,5 prósent, en á sama tíma fjölgaði landsmönnum um 10,5 prósent og fjölgun á vinnumarkaði nam um 10 prósentum. Því er um hlutfallslega fækkun stöðugilda hjá ríki og sveitarfélögum að ræða.

Alvarlegt að ekki hafi fjölgað meira

„Það er auðvitað afar alvarlegt að fjöldi stöðugilda hafi ekki aukist samhliða fólksfjölgun og breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar. Öldrun þjóðarinnar kallar á aukna þjónustu og sömuleiðis er aukin krafa um betri þjónustu hins opinbera samfara aukinni velmegun,“

segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.

„Gríðarlegt álag er á stóran hluta okkar félagsmanna vegna heimsfaraldurs kórónaveiru ofan á það álag sem ríkti fyrir þar sem stofnanir ríkis og sveitarfélaga eru víðast reknar á lágmarks mönnun og sums staðar vantar starfsfólk. Dæmi um það er viðvarandi skortur á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum í heilbrigðisþjónustu. Okkar fólk er enn að hlaupa hraðar eftir niðurskurðinn í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 með alvarlegum afleiðingum fyrir heilsu þess og starfsgetu. Vonandi berum við gæfu til þess að læra af þeim erfiðleikum sem við stöndum í um þessar mundir og byggja upp öflugra kerfi almannaþjónustu þegar við erum komin út úr þeirri óvissu sem nú ríkir,“

segir Sonja.

Stöðugildi en ekki störf

„Til að hafa samanburðinn hér að ofan sem réttastan er miðað við stöðugildi en ekki störf. Mun fleiri einstaklingar sinntu þessum störfum enda fjölmargir starfsmenn hjá hinu opinbera í hlutastörfum. Það á sérstaklega við um fjölmennar kvennastéttir í vaktavinnu þar sem vinnutíminn og álag í starfi hefur leitt til þess að starfsfólkið treystir sér ekki til að vera í fullu starfi.

Ýmsir sem talað hafa fjálglega um fjölgun opinberra starfsmanna hafa vísað í tölur Hagstofunnar, og þá litið til þeirra sem starfa í opinberri stjórnsýslu, fræðslustarfsemi og heilbrigðis- og félagsþjónustu. Sé rýnt í þær tölur má sjá að hlutfall opinberra starfa af fjölda heildarstarfa á Íslandi hefur staðið í stað frá 2008 til 2019 og verið um 29 prósent. Enn fremur tekur BSRB undir með Hagstofunni um að þessar tölur varpi ekki skýru ljósi á fjölda starfa hjá hinu opinbera. Ástæðan er sú að í þessum hópum að finna bæði fólk sem starfar í opinbera geiranum og fólk sem starfar á almenna vinnumarkaðnum og engin leið að skilja þar á milli,“

segir í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir að Bjarni Benediktsson hafi haft forsetaframbjóðanda fyrir rangri sök í Kastljósi

Segir að Bjarni Benediktsson hafi haft forsetaframbjóðanda fyrir rangri sök í Kastljósi
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Málefnahnútarnir enn óleystir

Þorsteinn Pálsson skrifar: Málefnahnútarnir enn óleystir