fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Guðmundur ljóstrar upp um starfslokin: „Var verið að leita að strengjabrúðu“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 28. febrúar 2020 11:55

Guðmundur við ráðhúsið á Ísafirði. Mynd: Ágúst G. Atlason / gusti.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Gunnarsson hætti sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í lok janúar en ekki hefur verið gefin skýring á starfslokum hans hingað til, að öðru leyti en að hann hafi ekki gengið í takt við meirihlutann og hefði ólíka sýn á hlutina.

Guðmundur skýrir frá því í viðtali við Mannlíf í dag að honum hafi verið settir afarkostir eftir snjóflóðin á Flateyri sem hann hafi ekki getað sætt sig við:

„Mér voru settir afarkostir um samskipti sem ég myndi aldrei sætta mig við, ekki í neinu starfi. Og ég skil ekki að nokkur gæti sætt sig við. Það væri þá enginn tilgangur með starfi bæjarstjóra og alveg eins hægt að spara það,“

segir Guðmundur en skilyrðin voru:

„Að engar ákvarðanir væru teknar, engin símtöl eða fundir ættu sér stað nema með leyfi og samþykki meirihlutans. Tvö símtöl á dag; til að segja ég er að fara að gera þetta í dag og hringja í þennan og hitta þennan, og svo seinna um daginn til að fá leyfi til að svara svona og svona.“

Segir Guðmundur að formaður bæjarráðs hafi átt að veita honum slíkt leyfi.

„Ég sá þá að það var ekki verið að leita að stjórnanda, það var verið að leita að strengjabrúðu.“

Gerði ekki nóg

Guðmundur viðurkennir að til átaka hafi komið eftir snjóflóðin á Flateyri á bæjarstjórnarfundi:

„Þetta var, að því mér fannst, ótímabær fundur til að fara ofan í saumana á því hvað við hefðum átt að gera betur. En þarna er allt í hers höndum. Margir starfsmenn bæjarins höfðu vart sofið. Og að fá þetta yfir sig … að við gerðum ekki nóg. Ég var búinn að leggja allt sem ég átti í að vera til staðar. En það var ekki nóg. Plantan í Litlu hryllingsbúðinni var enn þá svöng. Svo fór þetta að snúast um kjánalega hluti eins og hver ætti að taka á móti forsætisráðherra og hver ætti að fara í þyrluna og eitthvað svona bull,“

segir Guðmundur sem viðurkennir að hafa gert mistök þegar hann í fússi lokaði tölvu sinni og rauk á dyr.

„Á þeim tímapunkti var álagið gríðarlega mikið. En þau sem sagt lýstu yfir óánægju með það hvernig ég kom upplýsingum til þeirra. Mér fannst það strax mjög ósanngjarn áfellisdómur; að ég hefði ekki sinnt þeim nógu mikið, hinum kjörnu fulltrúum. Ég held að það sé rangt og ég hef farið yfir það; við vorum með opin samskipti á samfélagsmiðlum þar sem ég upplýsti þau dag og nótt og færði það svo yfir á aðra starfsmenn ef ég var ekki í sambandi, til dæmis á varðskipi. Ég leit svo á að það væri fyrst og fremst mitt hlutverk að sinna íbúum og upplýsingagjöf út á við. En þetta var líka uppsafnað og ég upplifði að hafa aldrei stuðning og aldrei traust. Mér fannst alltaf gengið út frá vantrausti og það var ofboðslega óþægilegt.“

Naut ekki stuðnings

Hann nefnir að á sáttafundi þann 24. janúar hafi hann ekki notið stuðnings Framsóknarflokksins, sem við upphaf meirihlutamyndunar setti það skilyrði að ráðinn yrði ópólitískur bæjarstjóri:

„Eftir dálítið langa tölu um það hvað þau væru óhress með mig spurði ég hvort þetta væri skoðun þeirra allra. Þá fékk ég það endanlega staðfest að það stóð enginn með mér,“

segir Guðmundur sem viðurkennir þó eigin sök að hluta:

„Auðvitað átti ég ekki að missa stjórn á mér á fundinum, auðvitað hefði ég átt að vera faglegri en svo.“

Símtalið

Guðmundur minnist á símtal sem hann átti í desember við Daníel Jakobsson, formann bæjarráðs sem var í starfsleyfi í Noregi, en á leið heim aftur til Íslands:

„Hann endaði símtalið á því að segja svona í framhjáhlaupi: „Svo kem ég bara heim og tek af þér djobbið.“ Ég man að mér fannst þetta furðulegt og taktlaust og skrýtið. Hver segir svona í gríni eða alvöru? Það fyrsta sem ég gerði var að hringja í konuna mína og spyrja hana hvort ég brygðist of hart við. Hverju ertu mögulega að koma áleiðis? En eftir á að að hyggja skil ég samhengið.“

Flytur brott

Guðmundur greindi nýverið frá því að hann hygðsit flytja frá Ísafirði með fjölskyldu sína, meðal annars vegna kjaftagangs:

„Atburðir síðustu vikna hafa gert það að verkum. Ekki síst þær furðuskýringar sem grasserað hafa í kjölfar starfslokanna.

Sjá nánar: Guðmundur flýr Ísafjörð – „Hér líður okkur ekki lengur vel“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna