fbpx
Mánudagur 06.júlí 2020
Eyjan

Samherji sakaður um vafasöm viðskipti – Sagður græða milljarða á siðlausri viðskiptafléttu

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 20. janúar 2020 12:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samherji gaf út tilkynningu fyrir helgi þar sem greint var frá því að fyrirtækið ætlaði sér að hætta starfsemi í Namibíu. Það myndi þó ekki gerast á einni nóttu, heldur gæti tekið einhvern tíma. Þá var tekið fram að allar ákvarðanir yrðu teknar í samráði við þar til bær stjórnvöld í Namibíu og í samræmi við lög og reglur.

Vilji selja sjálfum sér á undirverði

Namibíski vefmiðillinn New Era greinir hins vegar frá því í dag að Samherji sé nú að reyna að kaupa risatogarann Heinaste af sjálfum sér, með aðkomu rússnesks félags í siðalausri viðskiptafléttu. Þannig sé Samherji að tryggja sér skipið á undirverði.

Þetta er haft eftir Virgilio De Sousa, stjórnarformanni Artic Nam fjáfestingafélagsins sem kom að upphaflegu kaupunum á skipinu.

Haft er eftir honum að eignarhlutur Samherja í skipinu sé 42% og að heimamenn muni tapa háum fjárhæðum ef Samherja takist að kaupa skipið fyrir aðeins 19 milljónir Bandaríkjadala, þar sem skipið hafi verið keypt á 28 milljónir Bandaríkjadala fyrir aðeins tveimur árum.

Þá segist New Era vefmiðillinn hafa heimildir fyrir því að Samherji hafi nálgast namibísk sjávarútvegsfyrirtæki um að kaupa hlut þeirra í Heinaste, sem eru 58 prósentin.

Þá sakar De Sousa stjórnendur Samherja einnig um að hafa staðið að hreinsunum í stjórn félagsins sem eigi Heinaste, þar sem engir namibískir stjórnendur séu enn við lýði. Þetta sé gert til að auðvelda fyrir viðskiptunum með Heinaste.

Þessi viðskiptaflétta Samherja er síðan sett í samhengi við orð Björgólfs Jóhannessonar, setts forstjóra Samherja fyrir helgi, um að fyrirtækið ætli sér að hverfa frá Namibíu í fullu samráði við yfirvöld, lög og reglur.

Eyjan hefur sent skriflega fyrirspurn um málið til Samherja eftir samtal við upplýsingafulltrúa og mun birta svar um leið og það berst.

Heinaste kyrrsett

Áður hefur verið greint frá því að tvö fyrrverandi samstarfsfyrirtæki Samherja í Namibíu hafi stefnt Esju Holding, félagi Samherja, til að koma í veg fyrir sölu skipsins. Var kröfunni vísað frá af dómara.

Togarinn Heinaste var kyrrsettur í lok nóvember þar sem talið var að skipið hefði veitt innan lokaðs svæðis og var skipstjórinn, Arngrímur Brynjólfsson, handtekinn vegna málsins. Hann var síðar leystur úr haldi gegn tryggingu. Hann hefur ávallt neitað sök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Katrín svarar Kára
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ragnar vill svör – „Á meðan þingheimur sleikir sólina sleikir þjóðin sárin“

Ragnar vill svör – „Á meðan þingheimur sleikir sólina sleikir þjóðin sárin“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dvínandi stuðningur við ríkisstjórnina en þó meirihluti

Dvínandi stuðningur við ríkisstjórnina en þó meirihluti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný skýrsla: Heilbrigðisstofnanir, dómstólar og lögregluembætti fylgja ekki lögum og reglum

Ný skýrsla: Heilbrigðisstofnanir, dómstólar og lögregluembætti fylgja ekki lögum og reglum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Icelandair frestar hlutafjárútboði – Greiðslustöðvun náist ekki samningar

Icelandair frestar hlutafjárútboði – Greiðslustöðvun náist ekki samningar