fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Utanríkisráðuneytið fullyrðir að B2 vélin hafi ekki borið kjarnavopn – „Engin leið að ganga úr skugga um það“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 3. september 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudaginn í síðustu viku lenti sprengjuþota bandaríska flughersins af gerðinni B2 á Keflavíkurflugvelli. Vélarnar voru hannaðar sérstaklega í kalda stríðinu til að fljúga óséðar um langan veg með kjarnavopn, en þær sjást illa sem ekkert á ratsjám. Fyrstu vélarnar voru teknar í gagnið árið 1997 og geta einnig borið hefðbundnar sprengjur, líkt og þær notuðu í loftárásum í Kósóvó, Írak, Afganistan og Líbýu.

Ein slík vél kostar um 90 milljarða króna, en aðeins voru framleiddar 21 slík vél. Er sprengjuþotan eitt best varðveitta leyndarmál Bandaríkjahers og fær enginn aðgang að þeim nema viðkomandi hafi undirgengist stífa þjálfun, bakgrunnsathugun og öryggisheimild.

Engin kjarnavopn sögð um borð

Eyjan sendi fyrirspurn á utanríkisráðuneytið, hvort einhver kjarnavopn hefðu verið um borð í vélinni er hún lenti hér í síðustu viku. Í svari frá ráðuneytinu er sagt að svo hafi ekki verið:

„Engin kjarnavopn voru um borð í umræddri vél og var gengið úr skugga um það.“

Eyjan spurði þá um hæl með hvaða hætti hefði verið gengið úr skugga um það og hvaða aðili eða stofnun sæi um slíka athugun, enda hleypa Bandaríkjamenn ekki hverjum sem er að vélunum.

Ekki hefur borist svar við þeirri fyrirspurn, aðeins að henni verði svarað fyrir lok vikunnar.

Ekki hægt að ganga úr skugga um slíkt

Eyjan hafði samband við Eirík Bergmann stjórnmálafræðing, varðandi þau auknu hernaðarumsvif sem hafa orðið hér á landi í tíð VG í ríkisstjórn, ekki síst í aðdraganda heimsóknar Mike Pence varaforseta:

„Það hefur verið mikil umræða um þessa hluti hér og þetta er mjög erfitt fyrir VG öll þessi hernaðarumsvif hér á landi, fyrir flokk sem í orði kveðnu andvígur vopnaskaki hverskonar og NATO samstarfinu, þá mun það reynast VG erfitt ef verið er að auka hernaðarumsvifin hér á landi,“

segir Eiríkur.

Aðspurður um hvort að kjarnavopn gætu hafa læðst með í för með þessum auknu hernaðarumsvifum segist segist Eiríkur handviss um að hér á landi sé enginn aðili eða stofnun í stakk búinn til þess að ganga úr skugga um að sprengjuvélar beri ekki kjarnavopn:

„Við göngum ekkert úr skugga um hvort það séu kjarnavopn um borð. Það er engin leið að ganga úr skugga um það. Það er bara útilokað,“

segir Eiríkur.

Fer lítið fyrir mótmælum Íslands gegn kjarnavopnum

Meðan að Bandaríkjaher hafði hér aðstöðu á tímum kalda stríðsins til ársins 2006, var í gildi varnarsamningur milli þjóðanna tveggja. Hann kvað á um að engin kjarnavopn yrðu geymd hér á landi, með vísun í Parísarfund NATO árið 1957, sem kvað á um að kjarnavopn yrðu ekki geymd í Evrópu. Vitað er að Bandaríkin byggðu geymslu fyrir kjarnavopn hér á landi og íhuguðu að bregðast trausti stjórnvalda hér, en engin gögn eru þó til um að slík vopn hafi verið geymd hér á landi.

Enginn samningur virðist í gildi nú, eftir að Bandaríkjaher fór af landi brott árið 2006, um varðveislu kjarnavopna og þá hefur Ísland ekki gerst aðili að sáttmála ICAN um alþjóðlegt bann við kjarnavopnum, en ICAN samtökin eru handhafar friðarverðlauna Nóbels.

Í umsögn sinni um Ísland segir ICAN að Ísland telji kjarnavopn nauðsynleg til þess að tryggja varnir sínar. Er það byggt á því að Ísland samþykkti grunnstefnu NATO árið 2010, af þáverandi forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur. Alþingi staðfesti Þjóðaröryggisstefnu Íslands árið 2016, sem byggð er á grunnstefnu NATO. Ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins segja Þjóðaröryggisstefnuna vera grunninn í sinni stefnu hvað varðar varnar- og öryggismál.

Í grunnstefnu NATO er greinilega kveðið á um að meðan að kjanrorkuvopn séu til staðar, verði NATO kjarnorkubandalag. Þá kemur einnig fram að kjarnorkuvopn Bandaríkjanna séu hinsta trygging öryggis bandalagsins.

Ekki afstaða Íslands

Kvennablaðið fjallaði um þetta árið 2018 og sendi fyrirspurn til forsætisráðuneytisins um afstöðu þess til kjarnavopna og hvort þau væru nauðsynleg vörnum landsins:

„Það er ekki og hefur ekki verið afstaða íslenskra stjórnvalda að kjarnorkuvopn Bandaríkjamanna séu lykilþáttur í vörnum landsins“,

sagði í svarinu.

Í umfjöllun Kvennablaðsins segir hinsvegar:

„Nú virðist ljóst að þetta er rangt. Í gegnum yfirlýsingar NATO er það og hefur verið afstaða íslenskra stjórnvalda að kjarnorkuvopn Bandaríkjamanna séu, einmitt, lykilþáttur í vörnum landsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega