fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Björn Leví nefnir leiðinlegasta þingmanninn: „Ég get alveg bara hiklaust sagt það“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 29. nóvember 2019 13:15

Björn Leví Gunnarsson. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur í störfum sínum ekki verið óspar á stóru orðin og ekki hikað við að gagnrýna störf þingsins. Hann settist niður með blaðamanni DV og ræddi um daginn, veginn og spillingasögurnar sem hann er að safna saman til að vekja athygli á birtingarmynd spillingar í íslensku samfélagi.

Þetta er brot úr helgarviðtali sem birtist í nýjasta helgarblaði DV

Birni leiðast útúrsnúningar og ómálefnalegur málflutningur sem hann segir koma í veg fyrir að umræðan inn á þingi nái þeirri dýpt sem hún þarf. Í viðtalinu barst talið að skemmtilegustu og að sama bragði leiðinlegustu þingmönnunum. Þó svo Björn geti ekki tjáð sig um persónur einstakra þingmanna utan þingstarfanna þá hafði hann vissa skoðun á því hverjum væri erfiðast að vinna með.

Blm: Hver er skemmtilegasti þingmaðurinn, þú kannski? 

„Nei, alls ekki, ég er sko ekkert skemmtilegur. Ég er svo leiðinlegur við alla að spyrja óþægilegra spurninga og gagnrýna alla, jafnvel samstarfsfélaga í minnihlutanum, sem hefur þótt mikið tabú. En þetta er vinnan mín, vinna sem gerir ákveðnar kröfur til mín. Ef ég ætla að sinna þessari vinnu vel, þá eru ýmsir hlutir sem ég get ekki haft mína hentisemi um. Það er í rauninni svona lykilatriði hvað allt þetta varðar.“

Björn líkir störfum Alþingis við ákveðið leikrit. Þar klæði menn sig upp og fari í raddþjálfun þar sem þeim er kennt að tala með sannfærandi hætti. Þingmenn fái aðeins skamman tíma í pontu til að ræða málin og umræðan verði því sjaldnast eins djúp og hún þyrfti að vera og mikið um útúrsnúninga. Nefnir hann þar helst Miðflokkinn. Sjálfur vill Björn koma til dyranna eins og hann er klæddur. Klæðir sig ekki upp  í virðingu og leyfir sér að vera í ósamstæðum sokkum.

„Enda er það umhverfisvænt á vissan hátt að þurfa ekki að farga pari af sokkum bara því annar sokkurinn er kominn með gat eða horfinn.“

Segist hann jafnframt ekkert hrifinn af því að þurfa að vera í skóm á þingi, enda sé það ómannúðlegt að skikka menn til að vera í skóm heilu og hálfu dagana.

„Svona hlutir hafa samt áhrif. Konan mín er lektor í sálfræði og þar eru kenndir áfangar um fortölur og þess háttar. Maður sér slíkt leikrit í kosningum. Það er verið að sannfæra fólk og til þess eru notuð þau tæki sem sannað er að hafi virkað, alveg óháð því hvaða orð liggja að baki. Mér finnst þetta óheiðarlegt. Ég vil ekki klæða mig upp, gera mig ofursnyrtilegan og vera í samstæðum sokkum. Ég vil ekki klæða mig upp í virðingu. En á sama tíma þá skil ég það vel að aðrir snyrti sig ef það er samkvæmt þeirra sannfæringu.“

En hver er þá leiðinlegasti þingmaðurinn?

„Ég get tvímælalaust fullyrt að Sigmundur Davíð sé leiðinlegastur af því að hann að langómálefnalegastur. Langsamlega ómálefnalegastur. Og snýr gjörsamlega út úr öllu og ekki hægt að treysta á orð sem hann segir. Ég get alveg bara hiklaust sagt það út frá þeim forsendum.“ Björn bætir þó við að þetta eigi við um störf Sigmundar, en ekki persónu hans utan þingstarfa.

 

Viðtalið má lesa í heild sinni í helgarblaði DV

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus