fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Ragnar Þór lét lækka launin sín, aftur – Fær nú tæplega 300 þúsund á mánuði

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 30. október 2019 14:00

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, greinir frá því á Facebook í dag að hann hafi óskað eftir launalækkun fyrir störf sín sem formaður Landssambands íslenzkra verzlunarmanna (LÍV):

„Ég hef alltaf talið að upplýsingar um laun og aðrar greiðslur til forystufólks í verkalýðshreyfingunni þurfi að liggja fyrir opinberlega til að tryggja gegnsæi og koma í veg fyrir mögulega hagsmunaárekstra.“

Ragnar lét einnig lækka laun sín sem formaður VR þegar hann tók við embættinu árið 2017, um 300 þúsund krónur, eða úr um 1.4 milljónum í 1.1 milljón á mánuði.

Launin of há

Ragnar var sjálfkjörinn formaður LÍV í október og segist hafa íhugað það vel hvort hann hygðuist taka við starfinu, sem væri umfangsmikið. Laun fyrir formennsku LÍV hafa verið 398.136 kr. á mánuði.

„Mér hefur fundist þessi laun vera of há, sérstaklega í ljósi þess að formenn verslunarmannafélaga hafa gengt stöðunni undanfarin ár og um einhverja skörun starfa er að ræða. Ég lagði til við stjórn að launin yrðu lækkuð og var samþykkt að leggja fyrir nýafstaðið þing Landssambandsins að lækka launin um 25% eða í 298.602 kr.“

Ragnar útlistar síðan laun sín og tekur mið af kjarasamningsbundnum hækkunum VR félaga:

„Laun fyrir formennsku í VR eru 1.183.611 kr. á mánuði. (hafa hækkað samkvæmt kjarasamningi um 99.753 kr. frá 2017)

Laun fyrir formennsku í LÍV eru 298.602 kr. á mánuði.

Samtals eru heildarlaunin mín 1.482.213 kr. á mánuði.

Ég fæ ekki aðrar greiðslur fyrir trúnaðarstörf á vegum verkalýðshreyfingarinnar né annarstaðar frá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega