fbpx
Fimmtudagur 02.júlí 2020
Eyjan

Gylfi ósáttur við frumvarp Kolbrúnar – „Láta blauta drauma fákeppnismógúla rætast“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 21. október 2019 12:30

Gylfi Magnússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Einfalda framkvæmd samkeppnislaganna og auka skilvirkni“ hljómar einhvern veginn betur en „Láta blauta drauma fákeppnismógúla rætast með því að draga tennurnar úr samkeppniseftirliti á Íslandi eins og frekast er unnt“

skrifar Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra um nýtt frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur, sem er sagt eiga að einfalda samkeppnislögin. Í því felst að heimild Samkeppniseftirlitsins til að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla verði afnumin. Þessi heimild hefur verið gagnrýnd af fulltrúum atvinnulífsins og tekur Gylfi undir þá gagnrýni:

 „Nú á að koma í veg fyrir að Samkeppniseftirlitið geti borið niðurstöður áfrýjunarnefndar undir dómstóla og gætt þannig m.a. hagsmuna brotaþola. Jafnframt á að koma í veg fyrir að eftirlitið geti þvingað fram breytingar á skipulagi fyrirtækja þegar ekkert annað virðist duga til að ná fram eðlilegri samkeppni,“

segir Gylfi og bætir við:

„Þetta eru ekki ný baráttumál mógúlanna, hugmyndir í þessa veru hafa oft verið viðraðar áður en ekki fengið brautargengi vegna harðrar andstöðu. Nú sjá þeir hins vegar greinilega lag til að knýja þetta fram.“

Heimild felld niður

Fyrirtækjum verður sjálfum heimilað að meta hvort skilyrði til að eiga í samstarfi sé fyrir hendi en slíkt hefur verið gert víða í Evrópu. Þetta er sagt gert til að auka skilvirkni og hagræði.

Ef frumvarpið verður að lögum verður heimild Samkeppniseftirlitsins til íhlutunar í starfsemi fyrirtækja, án þess að þau hafi gerst brotleg við samkeppnislög, felld niður. Einnig verða veltumörk tilkynningarskyldra samruna hækkuð nokkuð frá því sem nú er en mörkin hafa verið óbreytt frá 2008.

Einnig kveður nýja frumvarpið á um að forstjóri Samkeppniseftirlitsins verði framvegis ráðinn af stjórn þess til fimm ára í senn og að sami einstaklingurinn megi aðeins gegna starfinu í tvö fimm ára tímabil. Núverandi lög kveða á um að forstjórinn sé ráðinn ótímabundið af stjórn eftirlitsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Þór – „Máli Kristjáns Þórs er ekki lokið“

Jón Þór – „Máli Kristjáns Þórs er ekki lokið“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Utanríkisþjónustan leggur atvinnulífinu lið

Utanríkisþjónustan leggur atvinnulífinu lið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hér á ég heima

Hér á ég heima
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jórturleður hefur kostað Reykjavíkurborg rúmar 19 milljónir síðan 2018

Jórturleður hefur kostað Reykjavíkurborg rúmar 19 milljónir síðan 2018