fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Eyjan

Brynjar kemur Boris og Davíð til varnar: „Þetta eru ekki fullkomnir menn frekar en aðrir“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 24. júlí 2019 15:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ekki sáttur við þá meðferð sem nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, fær hjá andstæðingum sínum og fjölmiðlum. Segir hann sönginn kunnuglegan úr átt vinstrimanna:

„Þegar borgaralegu lýðræðisöflin verða þeirrar gæfu aðnjótandi að velja til forystu öfluga leiðtoga fara andstæðingarnir, og sérstaklega miðlar þeirra, að ráðast að persónunni. Þeir eru gjarnar illa gefnir. Spilltir eru þeir undantekningalaust og valdasjúkir rugludallar og þegar mikið liggur við eru þeir geðsjúklingar og ofbeldismenn. Nú er þessi söngur allur byrjaður með nýjan forsætisráðherra Bretlands.“

Boris í flokk með Davíð, Reagan, Thatcher og Trump

Brynjar nefnir önnur dæmi um hægri menn sem honum þykir hafa hallað á í umfjöllun fjölmiðla og vinstrimanna:

„Þetta eru ekki fullkomnir menn frekar en aðrir. Ronald Reagan, sem vinstri menn sögðu heimskari en allt sem heimskt var, viðurkenndi þegar hann gerði mistök en skýringin á þeim væri sú að hann hafi verið svo lengi í Demókrataflokknum áður. Kannski er sama skýringin á mistökum Trump. Vinstri mönnum var sérstaklega í nöp við frú Thatcher en hún náði þó að færa Bretland úr stöðnuðu samfélagi, sem var í heljargreipum sósíalista úr verkalýðshreyfingunni, inn í nútímann til verulegra hagsbóta fyrir alla landsmenn. Sama gerðist í undir forystu Davíðs Oddsonar hér á landi. Þetta voru forystumenn sem létu til sín taka en ekki luðrur sem tönnluðust á því hversu uppfull þau væru af góðmennsku og mannúð, en gerðu svo aldrei neitt nema að hækka skatta og auka afskipti ríkisvaldsins af öllu mögulegu. Svo mega þeir eiga það þessir öflugu forystumenn að þeir voru ekki mikið í því að drepa menn úr leiðindum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

„Ef að þið hafið reynslu af þessum furðu-hryllingi getiði þá upplýst mig um hvenær í guðs nafni ég get hætt?“

„Ef að þið hafið reynslu af þessum furðu-hryllingi getiði þá upplýst mig um hvenær í guðs nafni ég get hætt?“
Eyjan
Í gær

Guðni gerir upp fortíðina – Halldór var á móti honum – „Formaðurinn vildi mig ekki sem ráðherra“

Guðni gerir upp fortíðina – Halldór var á móti honum – „Formaðurinn vildi mig ekki sem ráðherra“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Verkalýðs-Villi svarar Lækna-Tómasi og kemur stóriðjunni til varnar – „Nei fjandakornið“

Verkalýðs-Villi svarar Lækna-Tómasi og kemur stóriðjunni til varnar – „Nei fjandakornið“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Sögulegar sættir í Samfylkingunni – Heiða Björg fékk að fara líka til Mexíkó

Orðið á götunni: Sögulegar sættir í Samfylkingunni – Heiða Björg fékk að fara líka til Mexíkó
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orri Páll verður formaður þingflokks VG

Orri Páll verður formaður þingflokks VG
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Yfirlýsing Landverndar vegna stjórnarsáttmála – Fagna áformum nýrrar ríkisstjórnar

Yfirlýsing Landverndar vegna stjórnarsáttmála – Fagna áformum nýrrar ríkisstjórnar