fbpx
Föstudagur 18.október 2019  |
Eyjan

Bubbi brjálaður og býst við „stríði“: „Ætlar enginn að stoppa svona skítamix?“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 5. mars 2019 08:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens, annálaður laxveiðimaður og samfélagsrýnir, lætur móðan mása í snarpri aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag, þar sem hann tekur fyrir Kristján Loftsson, Kristján Þór Júlíusson, Einar Kristinn Guðfinnsson, laxeldið fyrir vestan og Klaustursmálið.

Bubbi söng um árið „er nauðsynlegt að skjóta þá?“ og nú gagnrýnir hann Kristján Loftsson og Kristján Þór sjávarútvegsráðherra fyrir vinnubrögðin í kringum leyfisveitingu ráðherrans til hvalveiða á dögunum, en Kristján Þór leyfði hvalveiðar til fimm ára, meðal annars á grundvelli skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, hvers tilurð var mikið gagnrýnd. Auk þess ríkir ekki einhugur um hvalveiðar meðal ráðherra ríkisstjórnarinnar og hefur umhverfisráðherra lýst því yfir að hann sé mótfallinn ákvörðuninni og Kristján hafi einfaldlega gert eins og honum sýndist.

Bubbi dregur málið saman í eina setningu:

„Auðkýfingur með ítök og tengsl inn í Sjálfstæðisflokkinn skrifar sjávarútvegsráðherra bréf og biður hann um að koma því í kring að hann geti stundað sínar hvalveiðar. Honum verður að ósk sinni eins og ekkert sé,“

segir Bubbi og fer úr hvalveiðum yfir í laxveiðar:

Áróðursmaskína Sjálfstæðisflokksins

„Annar auðmaður ásamt fyrrverandi forseta Alþingis sem er talsmaður Norðmanna er eiga nærri öll laxeldisfyrirtæki á Íslandi hefur nánast óheftan aðgang að þingmönnum og ráðherrum í gegnum sitt fólk. Báðir þessir ágætu menn hafa ítök og vinatengsl inn í Sjálfstæðisflokkinn. Þeir hafa samband við þá sem ráða og segja: Það eru einhver ráðuneyti að pönkast í laxeldinu fyrir vestan og hafa fellt niður leyfin þeirra. Er ekki hægt að laga þetta?“

Þarna minnist Bubbi á Einar Kristinn Guðfinnsson, fyrrverandi forseta Alþingis og þegar starfsleyfi tveggja laxeldisfyrirtækja fyrir vestan,  Arctic Sea Farm hf. og Fjarðalax hf., voru felld úr gildi án fyrirvara og um 300 störf voru í uppnámi. Fengu þau síðar bráðabirgðarleyfi til 10 mánaða, sem Bubbi segir vera „skítamix“:

„Slagorð þeirra verður: „Björgum Vestfjörðum!“ Og á nokkrum dögum fer áróðursmaskína í gang og sjávarútvegsráðherra breytir einfaldlega lögum til að bjarga Vestfjörðum og kannski einhverjum öðrum í leiðinni. Því um daginn voru nokkrir einstaklingar að selja Norðmönnum hluta sinn í laxeldisfyrirtæki. Sumir fengu á annan milljarð í vasann en „Björgum Vestfjörðum“ fékk ekkert. Við erum æði mörg sem horfum á og hugsum: Ætlar enginn að gera neitt? Ætlar enginn að stoppa svona skítamix?“

Þruman boðar stríð

Þá minnist Bubbi á virðingu Alþingis og Klaustursmálið og telur stríð í vændum:

„Á sama tíma og virðing Alþingis er í frjálsu falli mæta Klaustursmenn galvaskir aftur á þing og segja haldið kjafti með glott á vör. Og við sem stöndum utan við og horfum og hlustum erum orðlaus. Alþingi er algjörlega rúið virðingu og ráðamenn margir sömuleiðis. Og svo eru menn hissa á að alþýðan sé reið. Menn skulu ekki vera hissa þótt himnarnir ræski sig. Þruman er að boða okkur stríð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Salsa er ekki bara sósa
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Embætti ríkislögreglustjóra gæti verið sameinað öðru og Haraldur látið af störfum

Embætti ríkislögreglustjóra gæti verið sameinað öðru og Haraldur látið af störfum
Eyjan
Í gær

Styrmir áhyggjufullur fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins

Styrmir áhyggjufullur fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Í gær

Fyrrverandi ríkisskattstjóri tætir í sig „órökstutt“ frumvarp Bjarna Ben – Segir það stuðla að misskiptingu og ójafnræði

Fyrrverandi ríkisskattstjóri tætir í sig „órökstutt“ frumvarp Bjarna Ben – Segir það stuðla að misskiptingu og ójafnræði
Eyjan
Í gær

Vill að Reykjavíkurborg reki nytjamarkað – „Að það skuli finnast fátækt í svo gjöfulli borg er slakri stjórnun að kenna“

Vill að Reykjavíkurborg reki nytjamarkað – „Að það skuli finnast fátækt í svo gjöfulli borg er slakri stjórnun að kenna“
Eyjan
Í gær

Gunnar um „hótun“ Sigurðar –„Farið þið bara, það er ekki eins og þið gerið gagn með því að blóðmjólka almenning“

Gunnar um „hótun“ Sigurðar –„Farið þið bara, það er ekki eins og þið gerið gagn með því að blóðmjólka almenning“
Eyjan
Í gær

Ólöf spyr hvað hafi orðið um fjármunina – „Viðbrögð borgarstjórans bera vott um valdhroka – Hver er gráðugur?“

Ólöf spyr hvað hafi orðið um fjármunina – „Viðbrögð borgarstjórans bera vott um valdhroka – Hver er gráðugur?“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ólafur mikið fjarverandi vegna veikinda: Kallaði ekki inn varaþingmann, sem kemur úr öðrum flokki

Ólafur mikið fjarverandi vegna veikinda: Kallaði ekki inn varaþingmann, sem kemur úr öðrum flokki
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Veikleikar ESB birtast í Katalóníu og árás Tyrkja á Kúrda

Veikleikar ESB birtast í Katalóníu og árás Tyrkja á Kúrda