fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Ásmundur lagðist undir hnífinn: „Það er umferðaröryggismál að lagfæra karlinn“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 10:12

Ásmundur Friðriksson birti mynd af sér á sjúkrahúsinu á Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er lagstur „í slipp“ eins og hann segir sjálfur frá á Facebook í dag. Ásmundur greinir frá því að hann hafi farið í uppskurð og þurfi líklega að fara í aðra aðgerð á öxl vegna gamalla handboltameiðsla.

Hefur Unnur Brá Konráðsdóttir tekið sæti hans á þingi á meðan.

Ásmundur gerir létt grín að sjálfum sér og akstri sínum sem komst í fréttirnar í fyrra og segir að það varði umferðaröryggi að hann verði lagfærður, þar sem það sé áhyggjuefni fyrir alla landsmenn þegar aksturshæfni hans dvínar.

Hann segir hausinn þó enn á sínum stað:

„Ég hef fengið nokkur viðbrögð við því að Unnur Brá sé að leysa mig af í þinginu og vangaveltur vegna þess. Ég fór einfaldlega í slipp til að hressa upp á kroppinn. Gömul handboltameiðsl í öxlinni hafa verið að plaga mig lengi og ég gat ekki búið við það áfram. Því lagðist ég undir skurðarhnífinn og líklega þarf að taka hægri öxlina líka svo lífsgæðin verði eins og best verður kosið. Það er áhyggjuefni fyrir alla landsmenn þegar aksturshæfnin dvín vegna verkja og ónota svo það er umferðaröryggismál að lagfæra karlinn sem keyrir ekki lítið. Er á batavegi, hausinn á sínum stað og trúlega jafn lítið á honum og áður en það verður að duga.“

Eyjan óskar Ásmundi skjótum bata.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt