fbpx
Miðvikudagur 22.júní 2022
Eyjan

Sigríður Á. Andersen: „Sama hvað ég hefði gert, þetta hefði alltaf orðið mikið og umdeilt mál“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 21. desember 2018 19:00

Sigríður Á. Andersen,

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er til viðtals í nýjasta hefti Þjóðmála. Þar fjallar hún meðal annars um skipun sína á dómurum til Landsréttar, sem Hæstiréttur dæmdi i ólögmæta. Í kjölfarið var borin upp vantrauststillaga gegn Sigríði á Alþingi, sem var felld. Hún segir í viðtalinu að það hefði verið sama hvað hún hefði gert, allar hennar ákvarðanir hefðu orðið umdeildar.

Sigríður nefnir að fram hafi komið þau sjónarmið, á meðan málið mallaði í þinginu, að hún ætti að fara fram á lagabreytingu til þess að fá meiri tíma til að vinna málið. Hún segir að það hafi aldrei komið til greina þar sem ráðherra eigi að starfa eftir lögum sem gilda þegar ákvörðun er tekin:

 „Það hefði enda aldrei orðið friður um það á endanum að breyta reglunum í miðjum klíðum. Þetta var verkefni sem þurfti einfaldlega að klára. Ég hefði auðvitað getað lagt upphaflega lista dómnefndarinnar fyrir þingið og látið fella hann. Hvað hefði umsækjendum þótt um að vera felldir í atkvæðagreiðslu í þinginu? Þá hefði ég líka átt hættu á því að fá á mig skaðabótakröfur frá þeim umsækjendum sem höfðu skilað inn andmælum, mörgum hverjum vel rökstuddum og málefnalegum, við niðurstöðu dómnefndarinnar. Þannig að það er alveg sama hvað ég hefði gert, þetta hefði alltaf orðið mikið og umdeilt mál.“

Sigríður tók mið af lögum um jafna stöðu karla og kvenna þegar búið var að afmarka þá umsækjendur sem töldust jafnhæfir. Eftir ítarlega rannsókn lagði hún fram tillögu til Alþingis sem samþykkt var þar:

 „Ég nefndi þetta með dómarareynsluna við nefndina en þá var mér gert ljóst að hún hefði ekki í hyggju að kvika frá sinni niðurstöðu um að akkúrat fimmtán teldust hæfastir af þeim sem höfðu sótt um, margir með reynslu sem kom á óvart að í raun litið var framhjá. Ég lagði þær tillögur mínar fyrir þingið og það ríkti mikil ánægja með þær í næstum sólarhring enda stefndi í að í fyrsta sinn væri jafn mikilvæg stofnun og dómstóll sett á laggirnar hér á landi með jöfnu hlutfalli kynja í viðeigandi embættum. En svo fóru þingmenn að fá símtölin þar sem í þá var togað og málið fór í hefðbundnar skotgrafir stjórnmálanna. Það eina sem ég gerði eftir mína ítarlegu skoðun á málinu var að fjölga í hópi jafnhæfra með því að líta til dómarareynslu og skipti svo út fjórum einstaklingum eins og menn þekkja, að loknu heildarmati. Þeir fjórir sem ég gerði tillögu um höfðu allir meiri dómarareynslu en þeir sem fóru út. Ég lagði þær tillögur mínar fyrir þingið og það ríkti mikil ánægja með þær í næstum sólarhring enda stefndi í að í fyrsta sinn væri jafn mikilvæg stofnun og dómstóll sett á laggirnar hér á landi með jöfnu hlutfalli kynja í viðeigandi embættum. En svo fóru þingmenn að fá símtölin þar sem í þá var togað og málið fór í hefðbundnar skotgrafir stjórnmálanna. Það var þó ekki þannig, eins og kom líka fram í þingsal við meðferð málsins, að þingmenn væru tilbúnir til að snúa aftur til upprunalegs lista dómnefndarinnar og samþykkja hann. Bara alls ekki.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kolbrún segir að VG geti ekki stimplað sig út af náttúruverndarvaktinni þó að flokkurinn sé í stjórnarsamstarfi

Kolbrún segir að VG geti ekki stimplað sig út af náttúruverndarvaktinni þó að flokkurinn sé í stjórnarsamstarfi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmundur spyr stóru spurningarnar – „Hvernig skilgreinir ráðuneytið orðið kona?“

Sigmundur spyr stóru spurningarnar – „Hvernig skilgreinir ráðuneytið orðið kona?“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Andrés segir skiptingu borgarstjóraembættisins vera óskastöðu fyrir Dag

Andrés segir skiptingu borgarstjóraembættisins vera óskastöðu fyrir Dag
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Tekist á í Kastljósi – „Einari er kannski vorkunn að koma svona nýr inn og láta teyma sig svolítið af gömlum meirihluta“

Tekist á í Kastljósi – „Einari er kannski vorkunn að koma svona nýr inn og láta teyma sig svolítið af gömlum meirihluta“