fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Lagabreytingar nauðsynlegar til að sporna við peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 6. apríl 2018 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Financial Action Task Force (FATF), alþjóðlegur vinnuhópur um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, birti í dag skýrslu sem byggð er á úttekt hópsins á stöðu varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hér á landi. Úttektin fór fram í júlí á síðasta ári. Helstu niðurstöður eru að nauðsynlegt sé að ráðast í lagabreytingar, auka samvinnu og innleiðingu upplýsingatæknikerfa. Stjórnvöld hafa þegar hafið vinnu sem miðar að því að bregðast við þessum tilmælum og útbúa aðgerðaráætlun.

Helstu niðurstöður úttektar FATF:
• Formleg samhæfing stjórnvalda í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka er tiltölulega nýleg og takmörkuð.
• Lagaumhverfi fyrir rannsóknir og saksókn tengt peningaþvætti er gott og sérfræðiþekking á fjármunabrotum til staðar. Auka þurfi mannauð við rannsóknir og saksókn á peningaþvætti.
• Skýr merki eru um að fjármálagreining lögreglu sé notuð með árangursríkum hætti við rannsókn og saksókn í málum sem tengjast peningaþvætti.
• Til að ná betri árangri þurfi að auka upplýsingaskipti milli stjórnvalda og bæta upplýsingar um raunverulega eigendur. Skortur á tilkynningum frá öðrum tilkynningarskyldum aðilum en fjármálafyrirtækjum virðist ákveðin hindrun í að ná betri árangri.
• Aðrir eftirlitsaðilar en Fjármálaeftirlitið hafi takmarkaða þekkingu á málaflokknum og eftirlit þeirra því minna.
• Fjármálaeftirlitið greinir hvar áhætta liggur helst hjá eftirlitsskyldum aðilum varðandi peningaþvætti en taka þyrfti upp ítarlegt áhættumat.
• Ekki hefur farið fram rannsókn eða saksókn í málum sem tengjast fjármögnun hryðjuverka sem kann að eiga sér eðlilegar skýringar, s.s. landfræðileg lega og stærð. Auka þurfi þekkingu innan lögreglunnar á mögulegu varnarleysi gagnvart fjármögnun hryðjuverka og leggja aukna áherslu á fjármálagreiningavinnu.
• Ítarlegar kröfur eru gerðar til þess að koma í veg fyrir að glæpamenn séu raunverulegir eigendur að virkum eignahlutum í fjármálafyrirtækjum.
• Ísland á í góðu alþjóðlegu samstarfi og hefur veitt öðrum ríkjum aðstoð bæði við rannsóknir í málum sem tengjast peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Í skýrslunni er jafnframt bent á að aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hafa undanfarin ár ekki verið í forgangi þar sem áherslur síðustu ára hafa einkum beinst að endurreisn fjármálakerfisins og úrvinnslu mála tengdum bankahruninu.

Helstu úrbætur stjórnvalda:
• Fyrstu drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka verða birt um miðjan apríl. Drögin byggja á peningaþvættistilskipunum Evrópusambandsins og viðbótarþáttum sem úttekt FATF leiddi í ljós.
• Skipað hefur verið að nýju í stýrihóp um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og hlutverk hans víkkað út.
• Fjármálaeftirlitið hefur hafið vinnu við innleiðingu áhættumiðaðs eftirlits og mun fyrsta áhættumat á tilkynningaskyldum aðilum liggja fyrir haustið 2018.
• Samstarf milli aðila sem koma að málaflokknum hefur verið aukið svo eftirlitið verði markvissara og fræðsla tilkynningaskyldra aðila efld.
• Til stendur að innleiða nýtt upplýsingatæknikerfi hjá peningaþvættisskrifstofu héraðssaksóknara í lok árs 2018 sem mun auðvelda og hraða vinnslu og greiningu tilkynninga.
• Unnið er að innleiðingu nýs upplýsingatæknikerfis fyrir fyrirtækjaskrá til að halda betur utan um upplýsingar um raunverulega eigendur.
• Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 er gert ráð fyrir auknum fjárframlögum til varna gegn peningaþvættis og fjármögnun hryðjuverka.

Um FATF:
FATF er alþjóðlegur vinnuhópur sem var stofnaður að frumkvæði G7-ríkjanna í París árið 1989. Tilgangurinn með stofnun hópsins var að samræma aðgerðir gegn peningaþvætti, fjármögnun hryðjuverka og öðrum tengdum ógnum við alþjóðlegt fjármálakerfi. Ísland gekk til samstarfs við FATF í september 1991 og með inngöngu skuldbatt Ísland sig til að samræma löggjöf, starfsreglur og verklag að tilmælum FATF. Alþjóðleg samvinna á þessu sviði er mikil og talin mikilvæg í ljósi alþjóðlegs samspils fjármálakerfa.

Hér má nálgast skýrsluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“