fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Gengu að öllum þeim rosalegu kröfum sem stjarnan gerði – Bílstjórinn þarf að vera klár allan sólarhringinn

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. febrúar 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sergio Ramos samdi á dögunum við Monterrey í Mexíkó eftir að hafa verið atvinnulaus í hálft ár. Ramos lék síðast með Sevilla á Spáni, heimalandi hans.

Ramos gerði miklar kröfur þegar hann samdi við Monterrey en hann fær 800 milljónir í vasa sinn fyrir árið.

Auk þess að fá vel borgað mun Ramos hafa gert rosalegar kröfur sem Monterrey gekk að.

„Hefur þú lesið samninginn hans, þetta er klikkun,“ segir í hlaðvarpinu Footy Culture um málið.

„Hann fær launin og fullt af öðrum greiðslum, hann má velja þá leiki sem hann spilar. Hann fær bónus fyrir alla leiki sem hann spilar á HM félagsliða.“

Sergio Ramos, leikmaður Real Madrid / GettyImages

„Hann fær bónus fyrir að byrja, hann bað um að verða fyrirliði og það verður gert um leið.“

Kröfurnar sem þessi 38 ára gamli varnarmaður gerði voru fleiri og gekk félagið að þeim öllum. „Hann fær bónus fyrir mörk og stoðsendingar, hann fær tvö prósent af öllum treyjum sem seljast með nafni hans.“

„Hann fær allar tekjur sem koma inn í gegnum. nafnið hans. Hann má semja við annað lið hvenær sem er og fara frítt, hann fær öryggisgæslu og hús fyrir sig og fjölskylduna.“

„Hann gerði kröfu á að búa við hlið Sergio Canales (Samherja hans) og vera með bílstjóra allan sólarhringinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum