fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Segir þetta upphæðina sem fari í Fossvoginn eftir skipti Gísla

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 9. janúar 2025 11:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Gottskálk Þórðarson gekk í vikunni í raðir pólska stórliðsins Lech Poznan frá Víkingi. Íslenska félagið fékk vel í aðra hönd fyrir viðskiptin.

Hinn tvítugi Gísli átti frábært tímabil með Víkingi og hefur heillað með frammistöðu sinni í Sambandsdeildinni, þar sem liðið er komið í útsláttarkeppni. Miðjumaðurinn hafði verið orðaður við nokkur lið en fór til Lech, sem er á toppi pólsku úrvalsdeildarinnar.

Skiptin voru til umræðu í Dr. Football. „Talan sem ég heyri er 400 þúsund evrur,“ sagði Gunnar Birgisson þar um verðmiðann á Gísla. Hann geti meira að segja orðið enn hærri. 400 þúsund evrur jafngilda rúmum 58 milljónum króna.

Lech bindur miklar vonir við Gísla, en hann gerði fjögurra og hálfs árs saming við félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum