fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Berglind sár og svekkt með uppsögn sína á Hlíðarenda – Segir tvo stjórnarmenn hafa tekið ákvörðunina

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 22. október 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fæ sím­hring­ingu einn morg­un­inn frá stjórn­ar­manni Vals þar sem mér er tjáð það að þeir ætli að segja upp samn­ingn­um mín­um,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir fyrrum framherji Vals í samtali við Morgunblaðið.

Samningi Berglindar var rift beint eftir tímabilið en málið kom Berglindi í opna skjöldu. Ákvæðið var í samningi Berglindar og vildi stjórn Vals virkja það.

Berglind sem eignaðist sitt fyrsta barn undir lok síðasta árs var að koma sér af stað á nýjan leik, hún átti ágætis spretti í sumar.

Berglind segir þjálfarateymi Vals ekki hafa haft hugmynd um málið. „Ég hringdi strax í aðstoðarþjálf­ar­ann Ásgerði Stef­an­íu Bald­urs­dótt­ir og svo heyr­um við sam­an í Pétri Pét­urs­syni þjálf­ara. Þau fara svo í það að ræða við stjórn­ina og eft­ir á fæ ég svo að vita að það voru tveir karl­menn í stjórn­inni sem tóku þessa ákvörðun, án sam­ráðs við þjálf­ar­ana.“

Berglind hefur átt farsælan feril sem framherji en hún kom til Vals frá PSG í Frakklandi en auk þess var hún lengi vel í stóru hlutverki í landsliðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona