fbpx
Föstudagur 17.október 2025
433Sport

Hjörvar Hafliða ráðleggur ungu fólki sem er að skoða að breyta um umhverfi – „Það er ekki skynsamlegt“

433
Þriðjudaginn 1. október 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr. Football, Hjörvar Hafliðason ráðleggur ungu knattspyrnufólk að velja sér ekki nýtt félag aðeins út frá þjálfara. Hann fór yfir málin í nýjasta hlaðvarpi sínu.

Umræðan fór af stað þegar rætt var um Júlíus Már Júlíusson varnarmann Fjölnis sem velur nú úr þremur tilboðum. Valur, KR og Víkingur hafa öll áhuga á honum.

„Þeir voru að segja að hann væri að fara í KR og ég skil það vel, góður þjálfari þar,“ sagði Hjörvar og átti þar við um Óskar Hrafn Þorvaldsson.

Óskar Hrafn tók við þjálfun KR á dögunum en Júlíus er sagður á næstu dögum taka ákvörðun um framtíð sína. Hjörvar telur það aldrei skynsamlegt að velja sér nýtt félag út frá þjálfara.

„Ég ætla samt að ráðleggja öllum knattspyrnumönnum að aldrei að velja sér klúbb út frá því hver er þjálfari, svo bara allt í einu er hringt í Óskar Hrafn frá Randers og hann er orðinn þjálfari þar,“ segir Hjörvar.

„Það er ekki skynsamlegt að velja sér félag út frá einum manni.“

Hjörvar hefur sjálfur reynslu af því að velja sér félag út frá þjálfara og það heppnaðist ekki vel. „Ég tala aldrei um eigin feril nánast, en ég fór í Val á sínum tíma nánast bara út frá einum manni. Kristinn Björnsson, hann var svo farin eftir tvo leiki. Það var stór ástæða þess að ég fór í Val.“

„Við höfum séð þetta margoft gerast, að menn elta þjálfarann og svo er þjálfarinn bara farin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sigurvin rifjar upp óborganlega sögu af Ásgeiri El – „Hann var bara á tillanum að sýna mér sveifluna“

Sigurvin rifjar upp óborganlega sögu af Ásgeiri El – „Hann var bara á tillanum að sýna mér sveifluna“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfest að Jóhann tekur við Þrótti af Ólafi Kristjánssyni

Staðfest að Jóhann tekur við Þrótti af Ólafi Kristjánssyni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fjórir leikmenn United ekki á æfingu liðsins í dag – Þrír dagar í ferðalag á Anfield

Fjórir leikmenn United ekki á æfingu liðsins í dag – Þrír dagar í ferðalag á Anfield
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hafnað tvisvar á fimm dögum

Hafnað tvisvar á fimm dögum