fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Dularfullur „tilviljanakenndur atburður“ gerði út af við síðustu mammútana í Síberíu

Pressan
Sunnudaginn 7. júlí 2024 09:15

Mammútar voru engin smá smíði. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í 6.000 ár, eftir að mammútar dóu út á meginlandinu, lifðu mammútar á Wrangler eyju. Nú hefur erfðafræðirannsókn leitt í ljós að líklega dóu þessir síðustu mammútar út af völdum skyndilegs og dularfulls atburðar.

Wrangel eyja er í norðanverðu Rússlandi og þar héldu mammútar til í heil 6.000 ár eftir að þeir dóu út á meginlandinu. Áður var talið að þeir hefðu dáið út hægt og rólega af völdum innræktunar.

Live Science segir að í nýrri rannsókn komi fram að innræktun hafi ekki verið ástæðan fyrir að mammútarnir dóu út. Rannsóknin leiddi í ljós að mammútarnir á eyjunni hafi flestir verið afkomendur átta dýra og hafi þeir orðið um 300 þegar best lét.  Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Cell.

Í tilkynningu frá Love Dalén, aðalhöfundi rannsóknarinnar og þróunarerfðafræðingi, segir að vísindamennirnir geti af miklu öryggi hafnað þeirri hugmynd að stofninn hafi verið of lítill og því dæmdur til að deyja út af erfðafræðilegum ástæðum. „Þetta þýðir að það var líklega einhver tilviljanakenndur atburður sem gerði út af við dýrin og ef þessi tilviljanakenndi atburður hefði ekki átt sér stað, þá væru mammútar enn til,“ segir hann.

Hann segir að það sé enn ráðgáta hvað gerðist og ekki sé vitað af hverju dýrin dóu út eftir að hafa þraukað í 6.000 ár en líklega hafi eitthvað gerst mjög skyndilega. Hann segist telja að enn sé von um að komast að hvað gerðist en hann geti þó ekki lofað því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun