fbpx
Fimmtudagur 31.október 2024
Fréttir

Myndband sýnir svakalega innrás og íkveikjutilraun á Hótel Brim – „Þetta er að sjálfsögðu stóralvarlegur glæpur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 15. janúar 2024 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverrir Einar Eiríksson, sem meðal annars rekur Hótel Brim við Skipholt, birti myndband af innrás tveggja manna inn á hótelið og íkveikjutilraun. Hann heitir jafnframt 100 þúsund krónum til þeirra sem gætu upplýst hann um hvaða menn eru að verki:

„Sunnudaginn 14 janúar kl 7:14 þá mættu þessir aðilar í Skipholt 27, 105 Reykjavík og sáu ástæðu til þess að mölva rúðu og reyna að kveikja í. Sem betur fer varð lítill skaði, brotin rúða og smá brunablettur á bók.

Ég óska eftir upplýsingum um hvaða aðilar voru að verki, 100.000 kr fundarlaun í boði fyrir þá sem getur með óyggjandi hætti bent mér á báða aðilana.“

Er DV leitaði til Sverris um frekari upplýsingar sendi hann miðlinum yfirlýsingu vegna málsins. Þar kemur fram að málið tengist árekstrum manna við dyraverði sem Sverrir hefur nýtt sér þjónustu hjá, í tengslum við rekstur skemmtistaða sinna í miðborginni, Exit og B5.

Sverrir segir í yfirýsingu sinni:

„Ég leitaði til lögreglu vegna skemmdarverka og hótana frá einhverju strákagengi sem komist hafði upp á kant við dyraverði hjá fyrirtæki sem leigir út dyravörslu til skemmtistaða fyrir um hálfum mánuði. Strákarnir eru ekki klárari en svo að þeir hafa beint reiði sinni að mér. Síðan þetta gerðist hef ég látið af viðskiptum við þetta dyravarðafyrirtæki og hafði vonast til þess að laganna verðir myndu bregðast skjótt við til að tryggja öryggi fólks gegn þessum drengjum sem í fávisku sinni virðast til alls vísir. Eftirgrennslan lögreglu hefur hins vegar engu skilað og ekki að sjá að rannsókn málsins gangi nokkuð. Þess vegna ákvað ég að birta sjálfur þetta myndband í von um að hafa uppi á þessum pörupiltum. Á myndbandinu sést tilraun til íkveikju á hóteli sem ég rek sem gerð var núna á sunnudagsmorguninn. Þetta er að sjálfsögðu stóralvarlegur glæpur. Betur fór en á horfðist og skaði sem betur fer lítill. Til að tryggja eigið öryggi og viðskiptavina minn hef ég líka ráðið öryggisfyrirtæki til að sinna gæslu og finna þessa drengi til að tryggja að svona lagað endurtaki sig ekki.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hjúkrunarfræðingar kæra launamun: „Það er 2024 og við erum stödd þarna“

Hjúkrunarfræðingar kæra launamun: „Það er 2024 og við erum stödd þarna“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sigmar furðar sig á viðbrögðunum: „Elín Margrét lét þá ekki slá sig út af laginu“

Sigmar furðar sig á viðbrögðunum: „Elín Margrét lét þá ekki slá sig út af laginu“
Fréttir
Í gær

Íslendingur á Costa Blanca: „Þetta er svakalegt og virkilega sorglegt að sjá“

Íslendingur á Costa Blanca: „Þetta er svakalegt og virkilega sorglegt að sjá“
Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi sjón mætti Birni á leið í vinnuna: „Óþægileg áminning um að samfélagið okkar er að breytast á ógnvekjandi hátt“

Ógnvekjandi sjón mætti Birni á leið í vinnuna: „Óþægileg áminning um að samfélagið okkar er að breytast á ógnvekjandi hátt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem stakk kærasta sinn bar við neyðarvörn en var sakfelld – Hlaut áverka víða um líkamann eftir manninn

Kona sem stakk kærasta sinn bar við neyðarvörn en var sakfelld – Hlaut áverka víða um líkamann eftir manninn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafdís varð fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði – „Þetta er maður sem á að vera í fangelsi, hann á ekki að ganga laus“

Hafdís varð fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði – „Þetta er maður sem á að vera í fangelsi, hann á ekki að ganga laus“
Hide picture