fbpx
Þriðjudagur 17.júní 2025
Fréttir

Nýtt stórhættulegt trend í Kína – Hanga á hálsinum með beisli til að reyna að lækna svefnleysi

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 8. júní 2025 19:30

Aðferðin er ekki studd neinum vísindalegum gögnum. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný og stórhættuleg aðferð sem á að lækna svefnleysi hefur notið vinsælda í Kína. Með aðferðinni eru sjúklingarnir „hengdir“ og látnir sveiflast í nokkrar mínútur. Varað hefur verið við aðferðinni og hún sögð lífshættuleg.

Greint er frá þessu í breska blaðinu The Daily Mail.

Aðferðin var þróuð af manni sem kallast Sun Rongchun frá borginni Shenyang í norðausturhluta Kína. Segir hann að aðferðin lækni svefnleysi.

Í henni er eins konar beisli fest utan um háls og kjálka sjúklingsins. Er honum sveiflað hangandi fram og aftur í nokkrar mínútur á milli tveggja staura.

Sofa…..að eilífu

Í einu myndbandinu sést Sun Rongchun sjálfur nota aðferðina. En hann hefur þjáðst af meiðslum í hrygg (cervival spondylosis). Það er að beinin í hryggnum hafa eyðst sem veldur honum meðal annars svefnleysi.

Með þessari stórskrýtnu aðferð fann Rongchun leið til þess að létta þrýstingi af hryggnum og þar með minnka sársaukann.

„Þeir sem hafa prófað þetta segja að svefninn hafi batnað til muna,“ segir í færslu á samfélagsmiðlum með myndbandi sem 11 milljón manns hafa horft á.

Í athugasemdum er fólk mishrifið af aðferðinni og ekki allir sannfærðir um að þetta virki. Einnig telja sumir að þetta muni virka „of vel“. „Þetta er aðferð til að sofa að eilífu,“ segir einn í athugasemdum.

Lömun eða heilablóðfall

Þá hafa læknar varað við þessari aðferð og bent á að það sé ekki stutt neinum vísindalegum gögnum að þetta virki gegn svefnleysi. Einnig er bent á að þetta sé beinlínis stórhættulegt og geti valdið dauða.

Sá partur hryggsins sem myndar hálsinn er ekki gerður til þess að halda uppi fullri líkamsþyngd manneskju í beisli. Með þessu skapast hætta á að mænan geti skaðast sem getur valdið lömum eða alvarlegum taugaskaða. Einnig geta slagæðar sem liggja upp í höfuð skemmst sem getur valdið heilablóðfalli.

Þá hafa borist fréttir af því í Kína að fólk hafi látist eftir að hafa prófað þessa aðferð. Meðal annars maður í borginni Chongqing sem festi sig með beisli af trjágrein á síðasta ári.

Erfitt að meðhöndla

Svefnleysi er frekar algengur kvilli sem hrjáir um tíunda hvern Breta eins og kemur fram í frétt Daily Mail. Skilgreiningin á svefnleysi er sú að einstaklingur eigi erfitt með svefn í að minnsta kosti þrjár nætur í viku í meira en þrjá mánuði.

Erfitt getur reynst að meðhöndla svefnleysi og eru læknar oft tregir til þess að skrifa upp á svefnlyf fyrir sjúklinga. Er það vegna þess að sjúklingar byggja upp þol gegn þeim og þá hefur verið talið að notkun lyfjanna geti aukið hættuna á heilabilun og skertri einbeitingu sem sé einstaklega hættulegt í umferðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregluaðgerð á Edition hótelinu – Tveir látnir – Starfsfólk í uppnámi – Uppfært

Lögregluaðgerð á Edition hótelinu – Tveir látnir – Starfsfólk í uppnámi – Uppfært
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vafasömu ítölsku verktakarnir sem klúðruðu uppbyggingu Kársnesskóla flúnir land – Skorað á forsvarsmanninn að mæta fyrir dóm

Vafasömu ítölsku verktakarnir sem klúðruðu uppbyggingu Kársnesskóla flúnir land – Skorað á forsvarsmanninn að mæta fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ómar hafði ekki erindi sem erfiði – Áminning vegna skammarpósta til dómara stendur

Ómar hafði ekki erindi sem erfiði – Áminning vegna skammarpósta til dómara stendur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem komst lífs af opnar sig um slysið – „Ég spennti af mér beltið og fór“

Maðurinn sem komst lífs af opnar sig um slysið – „Ég spennti af mér beltið og fór“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bongóblíða í höfuðborginni í dag

Bongóblíða í höfuðborginni í dag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Steingrímur fagnar afmæli FM957 – Heiti stöðvarinnar er hans sem og viðurnefni Auðuns og Sigvalda

Steingrímur fagnar afmæli FM957 – Heiti stöðvarinnar er hans sem og viðurnefni Auðuns og Sigvalda