fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Hvarf Muriel McKay – Dæmdur morðingi samdi um greiðslu fyrir að segja frá örlögum hennar

Pressan
Laugardaginn 13. janúar 2024 16:30

Hosein-bræðurnir. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í rúmlega 50 ár hefur Nizamodeen Hosein þagað yfir því hver örlög Muriel McKay urðu en hún hvarf árið 1969. Hann gerði nýlega samning við fjölskyldu hennar um að leysa frá skjóðunni gegn því að fá væna greiðslu fyrir.

Sky News segir að hann hafi skrifað undir samning um að fá 40.000 pund fyrir að skýra frá örlögum hennar og hefði sú upphæð dugað til að bjarga honum úr viðjum fátæktar. En hann skipti um skoðun og hafnaði greiðslunni og sagði fjölskyldunni frá örlögum Muriel.

Hosein, sem er frá Trinidad, og bróðir hans námu Muriel á brott 1969 og héldu henni fanginni á sveitabýli í Hertforshire. Þeir kröfðust þess að fá eina milljón punda í lausnargjald fyrir hana. En eftir því sem Hosein segir þá lést Muriel af völdum hjartaáfalls um jólin.

Muriel McKay. Mynd:Getty

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hann hefur boðist til að snúa aftur til Bretlands til að sýna dóttur Muriel og dóttursyni hennar hvar lík hennar var grafið. Hosein var vísað úr landi í Bretlandi 1990 eftir að hafa fengið lausn úr fangelsi eftir að hafa afplánað hluta af ævilöngum dómi.

Muriel var 55 ára eiginkona Alick McKay, sem var næstráðandi hjá fjölmiðlaveldi Rupert Murdoch. Hosein og bróðir hans töldu hana ranglega vera fyrstu eiginkonu Murdoch og námu hana á brott í von um að geta fengið lausnargjald greitt.

Eftir margra daga kattar og mús leik við lögregluna og misheppnaða tilraun til að sækja ferðatösku fulla af peningum, lausnargjaldið, voru bræðurnir handteknir á sveitabýlinu. En þar voru engin ummerki um Muriel og þeir vildu ekki segja hvað hafði orðið um hana.

Þeir voru báðir dæmdir í ævilangt fangelsi fyrir að hafa myrt Muriel. Eins og fyrr sagði var Hosein látinn laus 1990 en bróðir hans, Arthur Hosein, lést í fangelsi árið 2009.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 5 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi