fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Ketódrottningin og klámstjarnan sagði skilið við karlmenn og giftist áhrifavaldi – „Ég vissi að ég myndi fá það sem ég vildi“

Fókus
Föstudaginn 9. júní 2023 14:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum klámstjarnan og ketódrottningin Jenna Jameson greindi frá því í gær að hún væri gengin í hjónaband. Sú heppna er áhrifavaldurinn Jessi Lawless, en þær giftu sig í lítilli athöfn í borginni Las Vegas þann 23. maí.

„Ég fann manneskjuna sem ég hefði í alvörunni alltaf átt að vera með,“ sagði Jenna í samtali við People.

„Ég hef reynt að rekja það í huga mínum hvers vegna ég einu sinni stundaði það að vera í sambandi eða hjónabandi með karlmönnum, það er eigingjarnt og slæmt að upplýsa um það, en ég held að hvatinn hafi verið barneignir,“ sagði Jenna sem er þriggja barna móðir.

„Og nú þegar ég hef fundið sjálfa mig, þá hef ég loksins sæst við allt sem ég hef borið innan með mér og er ekki að bæla neitt niður“

Þetta er þriðja hjónaband klámleikkonunnar. Hún var áður gift svonefndum konungi klámsins – Brad Armstrong – á árunum 1996-2001 og síðan giftist hún fyrrum klámleikaranum Jay Grdina, en þau voru gift frá 2003-2007. Hún á svo fjórtán ára tvíbura með fyrrum kærasta sínum, UFC stjörnunni Tito Oritz, og svo sex ára dóttur með fyrrverandi unnusta sínum, athafnamanninum Lior Bitton.

Jenna kom út úr skápnum sem tvíkynhneigð árið 2004, en fór svo inn í skápinn aftur í samtali við Fox News fjórum árum seinna þegar hún sagðist vera algjörlega gagnkynhneigð.

Eiginkona Jennu, Jessi, er fertugur áhrifavaldur sem starfaði áður sem hársnyrtir. Frá því hefur verið greint að Jessi vissi ekki um fyrri störf eiginkonu sinnar þegar þær kynntust fyrst. Það var TikTok sem leiddi þær saman, en Jessi sá myndbönd með Jennu og varð strax hrifin. Jenna var þá helst þekkt fyrir að fjalla um ketó-mataræðið og tók það Jessi smá tíma að átta sig á því að þetta væri sú sama Jenna Jameson og sló í gegn í klámmyndum á árum áður, en Jenna var ein af þekktustu klámmyndaleikkonum heims á árunum 1993-2008.

Jessi var þó í sambandi þegar þær kynntust fyrst, en um leið og því sambandi lauk ákvað Jenna að freista gæfunnar. Þær byrjuðu svo saman í janúar og trúlofuðu sig í apríl.

„Ég vissi að ég myndi fá það sem ég vildi. Hún var þess virði. En hún var líka áskorun, og ég er mjög drífandi þegar kemur að áskorunum, svo ég vissi að ég þyrfti bara að liggja í leyni og bíða. Og hún sannfærðist síðan.“

Jenna hefur nú breytt um nafn á Instagram og bætt við eftirnafni eiginkonu sinnar, Jenna Jameson Lawless.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Í gær

Missti andlitið þegar hún heyrði hvað lánið hafði margfaldast mikið

Missti andlitið þegar hún heyrði hvað lánið hafði margfaldast mikið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin