fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Móðir Alberts tjáir sig eftir ákvörðun gærdagsins – „Forsenda liðsins eða forsenda nýs líf“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 16. mars 2023 07:53

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Forsenda – Hugarfar. Forsenda liðsins eða forsenda nýs líf,“ skrifar Kristbjörg Ingadóttir fyrrum landsliðskona í knattspyrnu og móðir Alberts Guðmundssonar leikmanns Genoa í færslu sem hún birtir á Facebook síðu sinni í gær. Unnusta Alberts deilir færslunni einnig á sínum miðlum.

Ástæða skrifanna er útskýring Arnars Þórs Viðarsson, landsliðsþjálfara Íslands á því að Albert er ekki í nýjasta landsliðshópi Íslands.

Arnar sagði að Albert væri ekki til í að vera í landsliðinu á sömu forsendum og aðrir leikmenn, ekki var það nánar útskýrt en líklega verður farið nánar í saumana á þessu máli á fréttamannafundi landsliðsins i dag.

„Atvinnumaðurinn er manneskja, manneskja eins og við öll en samt manneskja sem allir telja sig hafa rétt á að gagnrýna,“ skrifar Kristbjörg um stöðu mála.

Mynd/Anton Brink

Albert var ekki valinn í landsliðið síðasta haust og sagði Arnar þá að hugarfar Alberts hefði ekki verið gott, bæting þyrfti að verða á því svo Albert kæmi aftur til greina.

„Albert hefur í gegnum sinn atvinnumannaferil verið það lánsamur að hafa hingað til verið með þjálfara sem hafa leiðbeint honum. Veitt honum uppbyggilega gagnrýni og fundið leið til þess að hjálpa honum að verða betri leikmaður betri manneskja. Slíkur stuðningur myndar gagnkvæma virðingu og traust.“

„Það að hafa einhvern sem leiðbeinir þér aftur á rétta braut þegar þú ert aðeins á villigötum er ómetanlegt veganesti.“

Albert Guðmundsson. Mynd/Anton Brink

Kristbjörg rekur svo í færslu sinni að Albert hafi aðeins hitt mánaðar gamalt barn sitt í hálfan sólarhring. Hafi Albert þurft að horfa á fæðingu barnsins í gegnum síma en það fæddist á Íslandi.

„En er forsenda nýs lífs einskis virði í atvinnumannaumhverfi. Atvinnumaður færir oft miklar fórnir og er umhverfið oft ómanneskjulegt,“ skrifar Kristbjörg og endar pistil sinn á þessum orðum.

„Forsendur lífs eru allskonar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“