fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433Sport

Dregið í Þjóðadeildina í vor – Ísland í A deild

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. febrúar 2023 16:00

Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dregið verður í Þjóðadeild UEFA hjá A kvenna 2. maí næstkomandi.

Þetta verður í fyrsta sinn sem keppt verður með Þjóðadeildarfyrirkomulagi kvennamegin, en það hefur verið gert karlamegin frá árinu 2018. Drátturinn fer fram í Nyon 2. maí og hefst hann kl. 11:00 að íslenskum tíma.

Þjóðum verður skipt niður í þrjár deildir, A, B og C. Í A deild verða 16 lið, en raðað verður í B og C deild eftir því hversu margar þjóðir taka þátt. Fyrir fyrstu útgáfu keppninnar verður farið eftir styrkleikalista UEFA. Ísland er þar í 12. sæti og verður því í þriðja styrkleikaflokki í A deild. Þau lið sem enda í fjórum efstu sætum A deildar fara áfram í undanúrslit Þjóðadeildarinnar og þau lið sem enda í neðsta sæti síns riðils falla niður í B deild. Í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar keppa þjóðirnar einnig um þau tvö sæti sem eru laus hjá UEFA fyrir Ólympíuleikana í París 2024. Þau lið sem komast í úrslitaleikinn tryggja sér farseðil til Parísar, en takist Frakklandi að komast í úrslitaleikinn þá gefur þriðja sætið farseðil til Parísar.

Þjóðadeildin verður leikin haustið 2023, en árið 2024 hefst undankeppni EM 2025. Hún verður einnig leikin með Þjóðadeildarfyrirkomulagi og því mikilvægt að vera í A deild þegar kemur að sjálfri undankeppninni í ljósi þess að þau lið sem verða þar eru amk örugg með sæti í umspili fyrir EM 2025. Þau lið sem enda í efstu tveimur sætum síns riðils í A deild komast beint í lokakeppni EM 2025 ásamt þeim sjö liðum sem komast í gegnum umspilið, en það fer fram að undankeppninni lokinni.

Hægt er að lesa frekar um Þjóðadeildina, undankeppni EM 2025 og EM 2025 á vef UEFA.

Vefur UEFA

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“
433Sport
Í gær

Gary Neville hjólar í eiganda Nottingham – Mikið hatur þeirra á milli

Gary Neville hjólar í eiganda Nottingham – Mikið hatur þeirra á milli
433Sport
Í gær

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara
433Sport
Í gær

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig
433Sport
Í gær

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi