fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Pressan

Þessum líkamshluta þarftu að halda heitum til að forðast veikindi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 29. janúar 2023 20:00

Hvernig ætli þefskynið sé hjá þessum?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mundu nú að klæða þig vel, svo þú verðir ekki veik(ur).“ Þetta hafa nú örugglega allir heyrt einhvern tímann á lífsleiðinni. En er eitthvað vit í þessu? Það er að segja, verðum við frekar veik ef okkur verður kalt?

TV2 leitaði svara við því hjá Bente Klarlund Pedersen, yfirlækni og prófessor við Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn.

Hún sagði að veirur kunni vel við kulda því þá fjölgi þær sér enn meira en í hita. Af þeim sökum sé meira um veirur að vetrarlagi en að sumarlagi.

Veirur komast yfirleitt inn í líkamann í gegnum munn eða nef. Hitastig nefsins er afgerandi fyrir hversu auðvelt aðgengi veirur eiga að líkamanum. Þeim mun kaldara sem nefið er, þeim mun auðveldara er fyrir veirur að fjölga sér og komast inn í líkamann.

Rannsókn ein leiddi í ljós að kvefveira fjölgar sér mun hraðar við 33-35 gráðu hita í nefinu en við 37 gráður.  Auk þess gerir kalt nef að verkum að blóðið streymir hægar í gegnum það sem hefur síðan áhrif á styrk ónæmiskerfisins. Ef þú vilt draga úr líkunum á að veikjast er góð hugmynd að halda nefinu heitu.

„Það er svolítið spaugilegt að við erum mjög upptekin af að setja húfu og vettlinga á okkur þegar það er eiginlega miklu mikilvægara að halda nefinu heitu ef maður vill forðast að veirur fjölgi sér og komist inn,“ sagði Pedersen.

Það er líka góð hugmynd að halda fótunum heitum. Niðurstöður rannsóknar Center for Forkølesle sýndu að hitastig fótanna skiptir máli. Rannsóknin leiddi í ljós að fleiri fengu kvef fjórum til fimm dögum eftir að fætur þeirra voru kældir í köldu vatni miðað við samanburðarhópinn sem var bara með fæturna í tómum bala.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Svívirðileg hegðun kvöld eitt í fyrra mun kosta hann áratugi í fangelsi

Svívirðileg hegðun kvöld eitt í fyrra mun kosta hann áratugi í fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hans var saknað í 26 ár: Fannst á lífi 200 metrum frá heimili sínu

Hans var saknað í 26 ár: Fannst á lífi 200 metrum frá heimili sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lét meintan sóðaskap fara í taugarnar á sér og framdi þrefalt morð

Lét meintan sóðaskap fara í taugarnar á sér og framdi þrefalt morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Laus við krabbameinið eftir byltingarkennda meðferð sem hann fann upp sjálfur

Laus við krabbameinið eftir byltingarkennda meðferð sem hann fann upp sjálfur
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Málið sem skekur Belgíu: Ungir drengir sagðir hafa hópnauðgað 14 ára stúlku

Málið sem skekur Belgíu: Ungir drengir sagðir hafa hópnauðgað 14 ára stúlku
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hæfileikaríkur miðill blekkti bæjarstjórann upp úr skónum

Hæfileikaríkur miðill blekkti bæjarstjórann upp úr skónum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“