fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
433Sport

Fyrrum leikmaður Manchester United skuldar Rúrik pening – „Einn skrautlegur gæi“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. september 2022 14:00

Mynd/Instagram @rurikgislason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason er gestur í nýjasta þætti Dr. Football, þar sem hann segir meðal annars skemmtilega sögu af Eric Djemba-Djemba, fyrrum liðsfélaga sínum.

Kamerúninn lék með Manchester United og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni frá 2003 til 2007. Ferill hans fór hins vegar niður brekkuna eftir það. Frá 2009 til 2012 var hann liðsfélagi Rúriks hjá OB í Danmörku.

Rúrik var spurður út í hinn skautlega Djemba-Djemba í þættinum. „Það minnir mig á það, hann skuldar mér pening,“ segir Rúrik og hlær.

Djemba-Djemba og Rúrik fagna marki hjá OB / Getty Images

„Það er einn skrautlegur gæi, en frábær, yndislegur. Það vantar kannski nokkrar sellur.“

Rúrik segir að Djemba-Djemba hafi oft vantað pening. „Tólfta hvers mánaðar vantaði hann alltaf eitthvað smá cash, eitthvað vesen á heimabankanum, ekkert honum að kenna.“

Það er athyglisvert að fyrrum leikmaður Manchester United hafi átt í svo miklum fjárhagsvanda. „Ég held hann hafi átt fjórtán bíla þegar hann var hjá Manchester United,“ segir Rúrik Gíslason léttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Miður sín þegar hann frétti af brottför Rashford – ,,Svo, svo leiður“

Miður sín þegar hann frétti af brottför Rashford – ,,Svo, svo leiður“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Chelsea og Arsenal sögðu nei við PSG

Chelsea og Arsenal sögðu nei við PSG
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Komið ‘Here we go’ á félagaskipti Diaz til Bayern

Komið ‘Here we go’ á félagaskipti Diaz til Bayern
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arsenal undirbýr annað stórt tilboð eftir komu Gyokores

Arsenal undirbýr annað stórt tilboð eftir komu Gyokores
433Sport
Í gær

Ótrúlegur metnaður hjá liði sem var að komast í næst efstu deild

Ótrúlegur metnaður hjá liði sem var að komast í næst efstu deild
433Sport
Í gær

Hvetur hann til að fara í minna lið en Manchester United – ,,Hann er á sama stað og Darwin Nunez“

Hvetur hann til að fara í minna lið en Manchester United – ,,Hann er á sama stað og Darwin Nunez“
Sport
Í gær

Hafþór Júlíus bætti heimsmetið í réttstöðulyftu

Hafþór Júlíus bætti heimsmetið í réttstöðulyftu
433Sport
Í gær

Framlengir við Barcelona til 2030

Framlengir við Barcelona til 2030