Brighton hefur gefið Chelsea leyfi til að ræða við Graham Potter, stjóra fyrrnefnda liðsins.
Chelsea ákvað í morgun að reka Thomas Tuchel úr starfi eftir tap gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni í gær. David Ornstein hjá Athletic segir þó frá því að ákvörðun um að reka Tuchel hafi verið tekin fyrir leik, tapið í Króatíu hafi ekkert með ákvörðun Chelsea að gera.
Potter sagður efstur á óskalista Chelsea. Klásúla er í samningi Potter og getur Chelsea keypt hann frá félaginu fyrir 16 milljónir punda samkvæmt fréttum.
Hann er nú á leið til Lundúna í viðræður við Chelsea. Það má því gera ráð fyrir því að félagið sætti sig við að borga uppsett verð fyrir Potter, sem hefur náð góðum árangri með Brighton undanfarin ár.
🚨 BREAKING 🚨
Brighton have given Chelsea permission to speak to Graham Potter
He is expected to meet Todd Boehly later this afternoon pic.twitter.com/AatGrF8eNj
— Football Daily (@footballdaily) September 7, 2022