fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Svona eru möguleikar Íslands í umspilinu flókna – Gæti orðið mikilvægt að forðast vítaspyrnukeppni

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. september 2022 11:30

Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudag verður dregið í umspil um sæti í lokakeppni HM 2023. Ísland er þar á meðal þátttökuþjóða, eftir grátlegt 1-0 tap gegn Hollandi í gær um að fara beint á HM.

Níu landslið munu alls taka þátt í umspilinu í Evrópu. Þar er farið í útsláttarkeppni um sæti á HM. Þau þrjú lið sem eru með besta árangurinn af þeim liðum sem hafna í öðru sæti fara beint í aðra umferð, þar sem sigurvegararnir þrír úr einvígum fyrstu umferðarinnar bætast síðar við.

Ísland stendur vel að vígi þar og er með annan besta árangur liða í öðru sæti. Sviss og Írland fylgja Íslandi beint í aðra umferð.

Austurríki, Belgía, Skotland, Portúgal, Wales og Bosnía leika svo um síðustu þrjú sætin í annari umferð. Þegar þrjú þeirra eru komin þangað verður öllum liðum blandað saman í einn pott. Ísland getur því alls mætt átta liðum í annarri umferð þann 11. október.

Um eins leiks einvígi er að ræða í báðum umferðum. Það lið sem dregið er á undan fær heimaleik.

Sigri Ísland einvígi sitt í annarri umferð í venjulegum leiktíma eða eftir framlengingu fer liðið beint á HM. Ef það vinnur sigur eftir vítaspyrnukeppni er mögulegt að liðið raðist í þriðja sæti af þeim liðum sem sigra umspilið. Tvö lið af þeim þremur sem sigra einvígi sitt í annarri umferð fara beint á mótið. Liðið sem raðast í þriðja sæti fer í tíu liða mót á Nýja-Sjálandi í febrúrar, þar sem leikið er þvert á heimsálfur um þrjú síðustu sætin á HM.

Það lið með lakasta árangurinn af sigurvegurunum þremur úr annarri umferð fer í þá keppni. Til að finna út liðið með lakasta árangurinn er tekinn inn í stigafjöldi og markatala úr undanriðlunum, auk stiga sem gefin eru fyrir leikina í annarri umferð umspilsins. Þar eru þrjú stig gefin fyrir að sigra í venjulegum leiktíma eða framlengingu, en aðeins eitt fyrir að sigra í vítaspyrnukeppni.

Eini möguleikinn fyrir annað lið til að hoppa upp fyrir Ísland og senda stelpurnar okkar í tíu liða mótið á Nýja-Sjálandi, væri því ef íslenska liðið vinnur einvígi sitt í vítaspyrnukeppni.

Í stuttu máli, sigur í venjulegum leiktíma eða framlengingu í annarri umferð umspilsins þann 11. október mun duga Íslandi beint inn á HM.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Óvissa með Cole Palmer

Óvissa með Cole Palmer
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Í gær

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“
433Sport
Í gær

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill
433Sport
Í gær

Myndband Villa Neto vekur athygli – „Ég get ekki sofnað þegar það er svona mikið af óréttlæti í heiminum“

Myndband Villa Neto vekur athygli – „Ég get ekki sofnað þegar það er svona mikið af óréttlæti í heiminum“
433Sport
Í gær

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir